Greinasafn fyrir flokkinn: Fræðsluefni OA/OV

Opin vísindi sem námskeið á háskólastigi?

Dr. Heidi Seibold
Dr. Heidi Seibold

„Opin vísindi eru einfaldlega góð vísindi á stafrænum tímum“. Þetta er tilvitnun í  Dr. Heidi Seibold sem starfar á eigin vegum við að leiðbeina rannsakendum sem vilja gera rannsóknarniðurstöður sínar opnar og aðgengilegar. Hún leggur áherslu á að ef ætlunin sé að ala upp góða vísindamenn, þurfi að koma opnum vísindum inn í kennsluskrá háskóla.

Dr. Heidi tók nýlega þátt í Open Science Retreat, 3. – 7. apríl 2023, þar sem hún var einn höfunda námskeiðs sem spannar eina önn og hugsað er fyrir nemendur sem eru allt frá því að vera langt komnir í grunnnámi háskóla til nýdoktora.

Hugmyndin er sú að námskeiðið spanni 12 vikur með 2×90 mín. kennslustundir á viku. Lýsing á námskeiðinu hér.

Námskeiðið er með höfundaleyfið CC-BY sem þýðir að það má nota það á hvaða veg sem er svo fremi sem upphaflegra höfunda er getið.

Námskeiðið er í 8 hlutum:

      • Introduction
      • Open Methodology
      • Open Data
      • Open Source
      • Open Access
      • Open Peer Review
      • Open Science Engagement in Academia and Beyond
      • Open Culture Change: Change Management & Mentoring Change into the System

Skoða námskeið.

Rannsakendur: Varðveitið réttindi ykkar

Ritrýnd handrit rannsakenda (postprint/AAM – author accepted manuscript) eru ykkar sköpun, ykkar verk. Ekki gefa það frá ykkur.

Myndbandið hér fyrir neðan frá cOAlitionS sýnir hvernig rannsakendur og vísindamenn geta varðveitt réttindi sín og tryggt opinn aðgang að rannsóknaniðurstöðum sínum.

Hjálpargögn frá cOAlitionS