Greinasafn fyrir flokkinn: Aðgangur

Ríkisstofnanir og birting gagna – lærdómur frá COVID-19

Það hefði verið illmögulegt að vita hvernig bregðast skyldi við COVID-19 faraldrinum án gagna. Þau skiptu sköpum til að skilja hvernig faraldurinn dreifðist og hvaða aðgerðir skiluðu árangri. Samt birtu stofnanir ýmissa landa gögn sín ekki ætíð á sem æskilegastan máta. Það gerði viðbrögð erfiðari en ella. Það er því mikilvægt að læra af því hvað gekk vel og hvað ekki fyrir framtíðina.

Í greininni Best practices for government agencies to publish data: lessons from COVID-19 úr tímaritinu The Lancet Public Health eru lagðar til sjö bestu starfsvenjur um hvernig birta má gögn á sem bestan máta:

        • Safna gögnum sem skipta máli
        • Gera gögn sambærileg
        • Skjala gögnin vandlega
        • Deila þeim oft og tímanlega
        • Birta gögnin á vísum stað
        • Velja endurnýtanlegt snið á gögnin
        • Veita öðrum leyfi til að endurnýta þau.

Sjá greinina hér.

Bandaríkin: „The right to deposit“

Yfirlýsing til stuðnings því að nota alríkisleyfi til að innleiða OSTP minnisblaðið frá 2022 varðandi aðgang almennings

Með væntanlegri útgáfu nýrra áætlana bandarískra alríkisstofnana um almennan aðgang almennings í framhaldi af leiðbeiningum Hvíta hússins um vísinda- og tækniskipulagningu (OSTP) („Nelson minnisblaðið“), munu höfundar fræðigreina sem styrktir eru af alríkisstofnunum  standa frammi fyrir nýjum kröfum um að leggja inn rannsóknarafurðir sínar án birtingatafa í tilskilin varðveislusöfn.

Þessar kröfur munu hafa áhrif á höfunda, stofnanir þeirra og sérstaklega þá aðila sem sjá um fjármögnun rannsókna og að höfundar uppfylli skilyrði sem fylgja styrkjum.

Bókasöfn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki varðandi aukinn opinn aðgang eftir mörgum leiðum og leiðbeina höfundum varðandi  fræðilega útgáfu  og stjórnun rannsóknargagna.

Lesa áfram Bandaríkin: „The right to deposit“

„Að gefa út í opnum aðgangi“: upptaka og glærur

Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.

Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.

Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)