Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,

Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:

Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands

Lesa áfram „Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang“

Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar

Svíþjóð – leiðbeiningar stjórnvalda um opin vísindi

Fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar hefur Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi (þjóðbókasafn Svía) þróað innlendar leiðbeiningar um opin vísindi. Leiðbeiningunum er ætlað að veita stuðning og leiðbeiningar til þeirra aðila  í Svíþjóð sem gegna mikilvægu hlutverki við varðandi umskiptin yfir í opin vísindi.

Leiðbeiningarnar tengja saman alþjóðleg tilmæli og þá vinnu sem fram fer í Svíþjóð.  Þær leggja áherslu á að það eru fyrst og fremst háskólastofnanir og styrktaraðilar rannsókna sem þurfa að þróa stefnu, innviði og leiðbeiningar til að styðja vísindamenn til að stunda opin vísindi.

Leiðbeiningarnar eiga að stuðla að betri samhljómi meðal þeirra  sem bera heildarábyrgð á umskiptum yfir í opin vísindi og fela til dæmis í sér miðlun þekkingar og reynslu sem og samstarf um eftirlit og uppfærslu leiðbeininganna.