Áhrif COVID-19 á opin vísindi

Hvaða áhrif hafði COVID-19 heimsfaraldurinn á umræðuna um opin vísindi?

Um það fjallar greinin „The impact of COVID-19 on the debate on open science: a qualitative analysis of published materials from the period of the pandemic“ úr tímaritinu Humanities and Social Sciences Communications frá 2. október 2024. Höfundar eru Melanie Benson Marshall og fleiri. Greinin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi!

Rýnt er í alþjóðlega umræðu sem fram fór meðan á heimsfaraldrinum stóð. Notaðar eru eigindlegar aðferðir til að greina ýmsar tegundir efnis sem ritað var í faraldrinum á ensku, þýsku, portúgölsku og spænsku.

Niðurstöðurnar sýna að margir höfundar eru þeirrar skoðunar að reynslan af heimsfaraldrinum hafi styrkt rökin  fyrir opnum vísindum.

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024

 

 

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024 var haldin dagana 21.-27. október. Þema vikunnar var hið sama og árið 2023:   „Samfélag fram yfir markaðsvæðingu“  (e. Community over Commercialization).

Dagskrá var öllum opin. Rannsakendur og doktorsnemar voru sérstaklega hvattir til að nýta sér kynningarnar. Hér fyrir neðan má sjá glærur og upptökur frá kynningum vikunnar: Lesa áfram „Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024“

OA Books Toolkit: Endurbætt síða

OAPEN Foundation hefur haldið upp á sinn fjórða afmælisdag. Af því tilefni var endurbætt verkfærasett kynnt til sögunnar, þ.e. Open Access Books Toolkit. en það er hluti af PALOMERA verkefninu sem ESB styrkir.

Verkfærasettinu/vefsíðunni er ætlað að efla og styðja við opinn aðgang (OA) að fræðilegum bókum. Vefsíðan samanstendur af stuttum greinum sem fjalla um  efni sem tengjast OA-bókum. Hver um sig inniheldur lista yfir heimildir sem vísað er í varðandi nánari lestur og tengla í skilgreiningar á lykilhugtökum.

Verkfærakistan skiptist í tvo meginhluta. 

      •  Annar hlutinn er fyrir fræðimenn sem  eru jafnframt höfundar fræðibóka og sýnir hvað felst í útgáfu bóka í opnum aðgangi.
      • Hinn hlutinn er ætlaður þeim sem annast stefnumótun og styður með ýmsum hætti við stefnumótun tengdri OA bókum.
      • Allt í allt ættu greinarnar einnig að vera áhugaverðar fyrir breiðari hóp hagsmunaaðila sem hafa áhuga á útgáfu og stefnu OA bóka, eins og til dæmis bókasöfn og útgefendur.