Webinar: Spotting the Red Flags in Academic Publishing, 19th February 2025

Spotting the Red Flags in Academic Publishing

 The Research Services of The National and University Library offer practical tips for
PhD students and researchers in weekly webinars, starting at 3 PM on Wednesdays.

Language: English

Presenter: Helgi Sigurbjörnsson, information specialist

Academic publishing can be a minefield, especially with the rise of predatory publishing, which exploits researchers and compromises the integrity of scientific work. In this webinar, Helgi Sigurbjörnsson will focus on how to identify predatory journals, avoid common pitfalls, and ensure your research is published in reputable sources.

Recording: Unfortunately the recording failed.
Slides
Lesa áfram „Webinar: Spotting the Red Flags in Academic Publishing, 19th February 2025“

Kverkatak á akademíunni

Áður fyrr voru tímarit verðmætasta eign fræðilegra útgefenda. Nú eru það gögn – gögn sem þeir safna frá vísindamönnum og selja síðan. Þetta er verulegt áhyggjuefni að mati hóps vísindamanna frá Groningen, Hollandi og sá hópur fer stækkandi.

Sjá nánar í grein frá  Ukrant.nl (Independent news platform for academic Groningen), Academia in a stranglehold eftir Christien Boomsma:

Þegar Eiko Fried, sálfræðingur frá háskólanum í Leiden, bað útgefandann Elsevier um persónuleg gögn sín í desember 2021, fékk hann tölvupóst með hundruðum þúsunda „gagnapunkta“, mörg ár aftur í tímann.

Hann komst að því að Elsevier þekkti nafn hans, tengslanet og rannsóknir. Umsagnir hans höfðu verið skráðar, sem og beiðnir um jafningjamat (e. peer review) sem hann hafði hafnað.

Elsevier hélt utan um IP-tölur hans – m.a. frá heimili hans – persónuleg símanúmer hans og augnablikin þegar Fried skráði sig inn. Skráð var nákvæmlega hvenær hann vann og hvenær hann var í fríi. Þarna voru einnig vefsíður sem hann heimsótti, greinar sem hann hafði hlaðið niður eða bara skoðað á netinu. Hver einasti smellur, hver tilvísun var skráð.

Sjá nánar í greininni Academia in a stranglehold eftir Christien Boomsma:

Val á tímariti fyrir rannsóknaniðurstöður: Gátlisti

Í greininni Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians eru góðar leiðbeiningar fyrir bæði rannsakendur og upplýsingafræðinga um hvernig best sé að velja viðeigandi tímarit fyrir rannsóknaniðurstöður.

Val á tímariti er mikilvægt mál fyrir rannsakendur sem bæði vilja tryggja tímanlega og víðtæka miðlun rannsóknaniðurstaðna sinna sem og að uppfylla kröfur sem stofnanir þeirra og/eða styrkveitendur gera um birtingu.

Gátlistinn byggir á Diamond OA Standard (DOAS), staðli sem þróaður er af Developing Institutional Open Access Publishing Models to Advance Scholarly Communication (DIAMAS) verkefninu, og Think Check Submit (Hugsaðu – kannaðu – sendu inn) gátlistanum.

Nánar hér: Choosing a journal for your research: Checklist for researchers and librarians.