Háskólinn í Leiden (NL): Opin vísindi og stefna um mannaráðningar og stöðuhækkanir

Hollenskar þekkingarstofnanir vinna að því að viðurkenna og verðlauna opin vísindi.

Þann 13. desember  2024 samþykkti stýrinefnd  Open Science NL alls 1,2 milljónir evra í styrki til 23 hollenskra stofnana. Miðstöð vísinda- og tæknifræða (CWTS-The Centre for Science and Technology Studies) mun samræma  þessa vinnu á landsvísu.

Landsverkefnið tryggir samhæfingu og samræmingu þessara 23 stofnana varðandi þróun og innleiðingu áætlana til að viðurkenna og umbuna fyrir opið vísindastarf í Hollandi. Skipulagðir verða sameiginlegir fundir sem eiga að hvetja til innblásturs og örva samvinnu þar sem einnig verður hægt að deila þekkingu og reynslu, þar á meðal ýmsu sem varðar góða starfshætti. Auk þess er verkefnið skuldbundið til að þróa sameiginlegar meginreglur um viðurkenningu og umbun opinna vísinda.

Nánar hér: https://www.universiteitleiden.nl/en/news/2024/12/open-science-in-recruitment-and-promotion-policies

Heilbrigðisstofnanir í USA breyta aðgangsstefnu að rannsóknaniðurstöðum

 

NIH – National Institutes of Health í Bandaríkjunum hefur gefið út nýja stefnu til að flýta fyrir aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af stofnunum þess.
Stefnan: https://www.nih.gov/about-nih/who-we-are/nih-director/statements/nih-issues-new-policy-speed-access-agency-funded-research-results

NIH hefur lengist barist fyrir því að gagnsæi einkenni rannsóknir sem styrktar eru af stofnunum þess og að aðgengi að rannsóknaniðurstöðum sé gott. Í þeim tilgangi er komin út ný aðgangsstefna sem flýtir fyrir víðtækum aðgangi að rannsóknarniðurstöðum sem styrktar eru af NIH.

Mikilvægasta breyting frá fyrri stefnu er afnám 12 mánaða aðgangstafar (e. Embargo) áður en handrit, sem fjármögnuð eru af hinu opinbera, eru gerð aðgengileg almenningi. Þessi stefna kemur til móts við minnisblað Hvíta hússins um vísinda- og tæknistefnu (OSTP) frá 2022 sem tryggir ókeypis, tafarlausan og sanngjarnan aðgang að rannsóknum sem styrktar eru af opinberu fé.

 

 

Framtíð útgáfu og stefnu um opinn aðgang

Útgefandinn MIT Press hefur gefið út ítarlega skýrslu sem fjallar um hvernig stefnur um opinn aðgang móta rannsóknir og hvað þarf til að hámarka jákvæð áhrif þeirra á vistkerfi rannsókna.

Skýrslan ber heitið „Access to Science & Scholarship 2024: Building an Evidence Base to Support the Future of Open Research Policy. Hún er afrakstur vinnustofu sem styrkt var af National Science Foundation og haldin var í Washington D.C., í höfuðstöðvum American Association for the Advancement of Science 20. september 2024.