Útgefandinn MIT Press hefur gefið út ítarlega skýrslu sem fjallar um hvernig stefnur um opinn aðgang móta rannsóknir og hvað þarf til að hámarka jákvæð áhrif þeirra á vistkerfi rannsókna.
Skýrslan ber heitið „Access to Science & Scholarship 2024: Building an Evidence Base to Support the Future of Open Research Policy. Hún er afrakstur vinnustofu sem styrkt var af National Science Foundation og haldin var í Washington D.C., í höfuðstöðvum American Association for the Advancement of Science 20. september 2024.