Greinasafn fyrir flokkinn: Stefnur

Háskólinn í Leiden (NL): Opin vísindi og stefna um mannaráðningar og stöðuhækkanir

Hollenskar þekkingarstofnanir vinna að því að viðurkenna og verðlauna opin vísindi.

Þann 13. desember  2024 samþykkti stýrinefnd  Open Science NL alls 1,2 milljónir evra í styrki til 23 hollenskra stofnana. Miðstöð vísinda- og tæknifræða (CWTS-The Centre for Science and Technology Studies) mun samræma  þessa vinnu á landsvísu.

Landsverkefnið tryggir samhæfingu og samræmingu þessara 23 stofnana varðandi þróun og innleiðingu áætlana til að viðurkenna og umbuna fyrir opið vísindastarf í Hollandi. Skipulagðir verða sameiginlegir fundir sem eiga að hvetja til innblásturs og örva samvinnu þar sem einnig verður hægt að deila þekkingu og reynslu, þar á meðal ýmsu sem varðar góða starfshætti. Auk þess er verkefnið skuldbundið til að þróa sameiginlegar meginreglur um viðurkenningu og umbun opinna vísinda.

Nánar hér: https://www.universiteitleiden.nl/en/news/2024/12/open-science-in-recruitment-and-promotion-policies

Framtíð útgáfu og stefnu um opinn aðgang

Útgefandinn MIT Press hefur gefið út ítarlega skýrslu sem fjallar um hvernig stefnur um opinn aðgang móta rannsóknir og hvað þarf til að hámarka jákvæð áhrif þeirra á vistkerfi rannsókna.

Skýrslan ber heitið „Access to Science & Scholarship 2024: Building an Evidence Base to Support the Future of Open Research Policy. Hún er afrakstur vinnustofu sem styrkt var af National Science Foundation og haldin var í Washington D.C., í höfuðstöðvum American Association for the Advancement of Science 20. september 2024.

Svíþjóð – leiðbeiningar stjórnvalda um opin vísindi

Fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar hefur Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi (þjóðbókasafn Svía) þróað innlendar leiðbeiningar um opin vísindi. Leiðbeiningunum er ætlað að veita stuðning og leiðbeiningar til þeirra aðila  í Svíþjóð sem gegna mikilvægu hlutverki við varðandi umskiptin yfir í opin vísindi.

Leiðbeiningarnar tengja saman alþjóðleg tilmæli og þá vinnu sem fram fer í Svíþjóð.  Þær leggja áherslu á að það eru fyrst og fremst háskólastofnanir og styrktaraðilar rannsókna sem þurfa að þróa stefnu, innviði og leiðbeiningar til að styðja vísindamenn til að stunda opin vísindi.

Leiðbeiningarnar eiga að stuðla að betri samhljómi meðal þeirra  sem bera heildarábyrgð á umskiptum yfir í opin vísindi og fela til dæmis í sér miðlun þekkingar og reynslu sem og samstarf um eftirlit og uppfærslu leiðbeininganna.