Írland: Aðgerðaáætlun írskra stjórnvalda um opnar rannsóknir 2022-2030

Hér er hægt að kynna sér Aðgerðaáætlun írskra stjórnvalda um opnar rannsóknir 2022-2030. Henni er ætlað að vera vegvísir fyrir framkvæmd opinna rannsókna á Írlandi, útlista markmið og samræma aðgerðir til stuðnings innlendu rannsóknaumhverfi svo styrkja megi opnar rannsóknaraðferðir.

Áætlunin verður uppfærð með reglulegu millibili til að útfæra nánar aðgerðir sem til þarf.

Reynt verður að horfa sérstaklega til hópa sem gætu verið viðkvæmir í þessu breytingaferli, t.d. ungra rannsakenda.

„Building on the essential principles of academic freedom, research integrity and scientific excellence, open science sets a new paradigm that integrates into the scientific enterprise practices for reproducibility, transparency, sharing and collaboration resulting from the increased opening of scientific contents, tools and processes.“

Sjá nánar í National Action Plan for Open Research: 2022-2030.

Barcelona-yfirlýsingin og opnar rannsóknaupplýsingar

Yfir 40 stofnanir hafa skuldbundið sig til að efla gagnsæi um miðlun upplýsinga um rannsóknaraðferðir sínar og afrakstur þeirra.

Barcelona-yfirlýsingin svokallaða, sem gefin var út 16. apríl 2024, kallar eftir að opnar rannsóknarupplýsingar eða lýsigögn (e. metadata) sé almenna reglan. Þeir sem hafa undirritað yfirlýsinguna eru m.a. fjármögnunaraðilar og æðri menntastofnanir og má þar nefna Gates Foundation og Coimbra Group sem er fulltrúi 40 evrópskra háskóla.

Sjá nánar: Barcelona Declaration Pushes for Open Default to Research Information

Endurskoðun á rannsóknarmati

Endurskoðun á rannsóknarmati er mikið í umræðunni um þessar mundir. Einn af fyrirlestrum í alþjóðlegri viku opins aðgangs í október 2023 fjallaði einmitt um þessi mál. Það var Noémie Aubert Bonn, rannsakandi við UHasselt sem flutti  fyrirlestur um Research Assessment. Sjá glærur og upptöku.

Einnig er freistandi að nefna fyrirlestur sem Stephane Berghmans frá European University Association​ í Belgíu, flutti á Pure International Conference í október 2023.

Þess má geta að bæði Háskóli Íslands og RANNÍS hafa skrifað undir samþykkt  COARA – Coalition for Advancing Research Assessment.