Svíþjóð – leiðbeiningar stjórnvalda um opin vísindi

Fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar hefur Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi (þjóðbókasafn Svía) þróað innlendar leiðbeiningar um opin vísindi. Leiðbeiningunum er ætlað að veita stuðning og leiðbeiningar til þeirra aðila  í Svíþjóð sem gegna mikilvægu hlutverki við varðandi umskiptin yfir í opin vísindi.

Leiðbeiningarnar tengja saman alþjóðleg tilmæli og þá vinnu sem fram fer í Svíþjóð.  Þær leggja áherslu á að það eru fyrst og fremst háskólastofnanir og styrktaraðilar rannsókna sem þurfa að þróa stefnu, innviði og leiðbeiningar til að styðja vísindamenn til að stunda opin vísindi.

Leiðbeiningarnar eiga að stuðla að betri samhljómi meðal þeirra  sem bera heildarábyrgð á umskiptum yfir í opin vísindi og fela til dæmis í sér miðlun þekkingar og reynslu sem og samstarf um eftirlit og uppfærslu leiðbeininganna.

Háskólinn í Stokkhólmi og opin vísindi

Háskólinn í Stokkhólmi stefnir hraðbyri að opnum vísindum innan sinna veggja og sem hluti af þeirri vinnu hefur rektor hans Astrid Söderbergh Widding fyrir hönd skólans, undirritað Barcelona yfirlýsinguna um opnar rannsóknaupplýsingar.

Wilhelm Widmark, ráðgjafi skólans varðandi Opin vísindi telur þetta mikilvægt skref til í átt að gagnsærra ferli rannsóknamats.

Rannsóknaupplýsingar eiga við um upplýsingar eða lýsigögn sem tengjast mati eða samskiptum varðandi rannsóknir. Þetta geta verið lýsigögn varðandi rannsóknagreinar eða aðrar útgáfur rannsókna, fyrir rannsakendur eða varðandi rannsóknagögn og rannsóknahugbúnað. Eins og staðan er nú, eru margir innviðir lokaðir þar sem rannsóknaupplýsingar er að finna, sem þýðir að lýsigögn eru einungis aðgengileg þeim sem greiða áskriftargjöld.

Nánar hér: Stockholm University signs declaration on open research information

 

Viðtal: Opin vísindi og opinn aðgangur í Svíþjóð

Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.

Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.

Viðtalið hér.