Fyrir hönd sænsku ríkisstjórnarinnar hefur Konunglega bókasafnið í Stokkhólmi (þjóðbókasafn Svía) þróað innlendar leiðbeiningar um opin vísindi. Leiðbeiningunum er ætlað að veita stuðning og leiðbeiningar til þeirra aðila í Svíþjóð sem gegna mikilvægu hlutverki við varðandi umskiptin yfir í opin vísindi.
Leiðbeiningarnar tengja saman alþjóðleg tilmæli og þá vinnu sem fram fer í Svíþjóð. Þær leggja áherslu á að það eru fyrst og fremst háskólastofnanir og styrktaraðilar rannsókna sem þurfa að þróa stefnu, innviði og leiðbeiningar til að styðja vísindamenn til að stunda opin vísindi.
Leiðbeiningarnar eiga að stuðla að betri samhljómi meðal þeirra sem bera heildarábyrgð á umskiptum yfir í opin vísindi og fela til dæmis í sér miðlun þekkingar og reynslu sem og samstarf um eftirlit og uppfærslu leiðbeininganna.