Nýr sjóður fyrir OA útgáfu í Háskólanum í Cambridge

Háskólinn í Cambridge hefur stofnað nýjan sjóð til að styrkja rannsakendur við skólann til að gefa út rannsóknarniðurstöður sínar í opnum aðgangi, hafi þeir ekki aðgang að öðrum fjárhagslegum stuðningi. Þannig geta vísindamenn notað sjóðinn til að greiða svokölluð APC gjöld (article processing charge) ef nauðsyn krefur, fyrir rannsóknir sínar í tímaritum sem veita opinn aðgang.

Anne Ferguson-Smith, prófessor við Háskólann í Cambridge:

„Þetta er mikilvægt skref í að tryggja að allir vísindamenn háskólans í Cambridge geti valið gullnu leiðina í opnum aðgangi. Við erum stolt af stofnun þessa sjóðs sem mun einkum nýtast fræðimönnum snemma á starfsferli sínum sem og öðrum fræðimönnum í háskólanum sem ekki eiga rétt á slíkum stuðningi frá öðrum styrkveitendum.“

Sjá nánar: A new institutional open access fund for the University of Cambridge.

Þjónustugjöld vegna birtinga (APC) og birtingatafir útgefanda

Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti, og er þá viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímariti geta verið í lokaðar (Hybrid Gold Access) eða tímariti sem allt er í Opnum aðgangi

Allir útgefendur leyfa birtingu handrita (Pre-Print eða Post-Print) í varðveislusöfnum (Opin vísindi) en með mislöngum birtingatöfum

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir APC gjöld og birtingatafir helstu útgefanda

  Elsevier Emerald Sage Springer Taylor & Francis Wiley
Gullna leiðin (APC gjöld) 15 – 500 þús. 200 – 300 þús. 100 – 400 þús. 300 þús. 295 þús. 110 – 500 þús.
Pre-Print (Græna leiðin) Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf
Post-Print (Græna leiðin) 12 – 48 mánaða birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf 12 mánaða

birtingatöf

12-18 mánaða

birtingatöf

12-24 mánaða birtingatöf

Nánari upplýsingar