Greinasafn fyrir flokkinn: Aðgangur

Hvað er demanta opinn aðgangur?

Mynd fengin héðan

UNESCO hefur gefið út lýsingu á slíkum aðgangi og röksemdafærslu fyrir honum: Diamond open access

Hvað er demanta opinn aðgangur?
Diamond Open Access (Diamond OA) er samfélagsdrifið, óhagnaðardrifið módel fræðilegrar útgáfu án fjárhagslegra hindrana fyrir höfunda og lesendur. Með slíkum aðgangi er efnið aðgengilegt ókeypis á netinu og hvorki um að ræða áskriftargjöld fyrir lesendur né kostnað við vinnslu greina (e. APC – article processing charge) fyrir höfunda.

Helstu eiginleikar demantaaðgangs:
Demanta opinn aðgangur er oft fjármagnaður af akademískum stofnunum, fræðasamfélögum eða rannsóknarnetum. Lögð er áhersla á heiðarleika, gagnsæi og samvinnu framar hagnaði.

Demanta opinn aðgangur styður ólík tungumál og menningarleg sjónarmið, stuðlar að fjölbreytileika efnis og gerir kleift að deila þekkingu þvert á tungumála- og menningarmörk.

Demanta opinn aðgangur stuðlar að rannsóknum án mismununar með því að útrýma gjöldum. Það gerir vísindamönnum á efnaminni svæðum kleift að taka þátt og þannig styður aðgangurinn sjálfbær þróunarmarkmið (SDG) Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar hér: https://www.unesco.org/en/diamond-open-access

Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

Hollendingar eru iðulega í fararbroddi hvað varðar vangaveltur um opinn aðgang,

Í mars 2024 hittust um 50 manns frá ýmsum háskólum í Hollandi, öðrum stofnunum og löndum í sk. Open Science Retreat og lögðu saman krafta sína í vikulangt hugarflug um opinn aðgang. Í stuttu máli hafa menn ekki lengur trú á að sk. „transformative agreements“ skili því sem þau áttu að skila. Það líður að endurnýjun margra slíkra samninga í Hollandi og því tímabært að skoða árangurinn. Niðurstaðan varð sú að kalla eftir samstöðu um breytta nálgun varðandi opinn aðgang í Hollandi svo að upphaflegt markmið opins aðgangs sé haft í fyrirrúmi:

Call to Commitment: A future-proof approach to Open Access Publishing in the Netherlands

Lesa áfram Hollendingar vilja breytta nálgun varðandi opinn aðgang

OpenAlex – gagnasafn á vegum OurResearch

Hvað er OpenAlex?

Kjarninn í OpenAlex er gagnasafn sem samanstendur af hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum.

En þar er þó ekki allt talið. OpenAlex fylgist með tengslum þessara verka og upplýsir um tengsl t.d. tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda. Það er mikilvægt að henda reiður á þessum tengslum til að fá vitneskju um og skilja stóru myndina.

OpenAlex er dýrmæt auðlind fyrir stofnanir, vísindamenn, stjórnvöld, útgefendur, styrkveitendur og alla aðra sem hafa áhuga á alþjóðlegum rannsóknum og fræðilegum samskiptum.

Gögnin eru opin og ókeypis svo hægt sé að deila.. Með því að nota vefsíðuna getur hver sem er byrjað strax að skoða gögnin til að fræðast um alls kyns hluti, allt frá einstökum greinum til alþjóðlegrar þróunar í rannsóknum.

Kynningarmyndband hér:

Hver stendur á bak við OpenAlex

OurResearch er óhagnaðardrifin stofnun sem smíðar verkfæri fyrir Open Science, þar á meðal OpenAlex, Unpaywall og Unsub.

Nánari upplýsingar: OpenAlex Support.