Með væntanlegri útgáfu nýrra áætlana bandarískra alríkisstofnana um almennan aðgang almennings í framhaldi af leiðbeiningum Hvíta hússins um vísinda- og tækniskipulagningu (OSTP) („Nelson minnisblaðið“), munu höfundar fræðigreina sem styrktir eru af alríkisstofnunum standa frammi fyrir nýjum kröfum um að leggja inn rannsóknarafurðir sínar án birtingatafa í tilskilin varðveislusöfn.
Þessar kröfur munu hafa áhrif á höfunda, stofnanir þeirra og sérstaklega þá aðila sem sjá um fjármögnun rannsókna og að höfundar uppfylli skilyrði sem fylgja styrkjum.
Bókasöfn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki varðandi aukinn opinn aðgang eftir mörgum leiðum og leiðbeina höfundum varðandi fræðilega útgáfu og stjórnun rannsóknargagna.