Þegar breyta á rannsóknaumhverfinu og skipta yfir í opna rannsóknamenningu krefst það nýrra leiða við skipulagningu, framkvæmd og miðlun rannsókna.
Þetta er ekki einfalt verkefni og rannsakendur geta ekki breytt því einir og sér. Öflugur stofnanastuðningur er nauðsynlegur sem og framlag sérfræðinga með færni, reynslu og þekkingu á þessu sviði.
Í þessum hópi sérfræðinga eru m.a. rannsóknarstjórar, upplýsingafræðingar, sérfræðingar á rannsóknarstofum og sérfræðingar á sviði upplýsingatækni og hugbúnaða, fjármála- og lögfræði.
Til að hægt sé að breyta rannsóknaumhverfinu er nauðsynlegt að til staðar sé skilvirkt samstarf milli vísindamanna og sérfræðinga. Þegar vel tekst til, stuðlar slíkt samstarf að sameiginlegum skilningi á opnum rannsóknum og auðveldar góðar rannsóknarvenjur. Lesa áfram „Breytt rannsóknaumhverfi, vísindamenn og sérfræðingar“