Talið er að Iowa State University í Bandaríkjunum hafi sparað nemendum sínum u.þ.b. 2,5 milljónir bandaríkjadala síðan 2018, skv. Abbey Elder, upplýsingafræðingi við skólann.
Áhrif Plan S á fræðileg samskipti
Hver eru áhrif Plan S á alþjóðlegt vistkerfi fræðilegra samskipta?
Eftir 5 mánaða rannsókn eru ráðgjafar frá scidecode science consulting (já… með litlum staf…) tilbúnir að kynna fyrstu niðurstöður. Það er vissulega fróðlegt fyrir alla hagsmunaaðila að skoða þær niðurstöður; þ.m.t. talsmenn opins aðgangs, upplýsingafræðinga, styrkveitendur, rannsakendur og útgefendur.
Hér fyrir neðan fylgir upptaka af veffundi sem haldinn var 9. apríl 2024 á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing)
Nánar um dagskrá:
Fræðsluefni um opin vísindi frá NASA
NASA býður upp á námskeið í opnum vísindum (e. open science).
Open Science 101 (OS101) eykur færni rannsakenda/nemenda/ í opnum vísindum og samanstendur af 5 þáttum (e. modules). Nota þarf Orcid ID til að skrá sig. Námskeiðið er hægt að taka á eigin hraða.