Mannréttindayfirlýsing SÞ frá 1948 og vísindi

Þegar rætt er um opin vísindi og opinn aðgang er ekki úr vegi að rifja upp Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var hinn 10. desember 1948 (yfirlýsingin á ensku).

Grein nr. 27 fjallar að hluta um vísindi.

Grein nr. 27 á íslensku:

      1. Öllum ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi samfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi ábata er af þeim leiðir.

      2. Allir skulu njóta verndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki sem þeir eru höfundar að.

Vangaveltur og spurningar um vísindi og tækni út frá mannréttindasjónarmiðum (Nancy Flowers, 1998)

Opinn aðgangur og hremmingar heimsins

Ebólavírus

Ef eitthvað má læra af heimsfaraldri og kreppuástandi í kjölfarið er það án efa hversu miklu máli skiptir að hafa opinn aðgang að upplýsingum. Þegar samfélög og hagkerfi heimsins verða fyrir slíkum skakkaföllum sem COVID-19 hefur valdið, þarf aðgangur að staðreyndum og tölum að vera greiður. Við þurfum að vita hvað er að gerast í heiminum; við þurfum aðgang að þekkingu sem gerir sérfræðingum okkar kleift að leita lausna til að koma okkur út úr ástandinu.
Lesa áfram „Opinn aðgangur og hremmingar heimsins“

Hugsaðu, kannaðu, sendu inn (think, check, submit)

Vefurinn ThinkCheckSubmit.org hjálpar vísindamönnum og rannsakendum að átta sig á hvaða tímaritum og útgefendum hægt er að treysta og forðast þannig svokölluð rányrkjutímarit.

Vefurinn er alþjóðlegur og þverfaglegur og þar er hægt að skoða nk. tékklista á ýmsum tungumálum áður en tímarit er valið. Búið er að bæta við tékklista á íslensku og hann má finna hér: Hugsaðu, kannaðu, sendu inn.