Opin vísindi: Fræðsluefni

Á vef UNESCO er að finna yfirlit yfir fræðsluefni til að byggja upp þekkingu á opnum vísindum.  Efninu var safnað á árinu 2022 með opinni könnun og stuðningi frá vinnuhópi UNESCO um opin vísindi:

Efnið er flokkað á eftirfarandi hátt:

      • Open science definition and scope
      • Open scientific knowledge
      • Open science infrastructure
      • Open science policy instruments
      • Open science and indigenous knowledge systems
      • Open science and engagement of societal actors
      • Open Science monitoring
      • Open science and intellectual property rights

Enn er verið að safna fræðsluefni og vantar þess vegna efni í einstaka flokk.

Ennfremur er tekið fram til hvaða hóps efnið höfðar, s.s. rannsakenda, nemenda, kennara, upplýsingafræðinga, stofnana, styrktarsjóða o.fl.

Open science capacity building index

ESB: Tafarlaus opinn aðgangur að fræðigreinum

Mynd: Mats Persson, menntamálaráðherra Svíþjóðar
Mats Persson, menntamálaráðherra Svíþjóðar. Mynd: Evrópusambandið.

Svíar eru í forsæti ráðs Evrópusambandsins um þessar mundir og gáfu frá sér yfirlýsingu varðandi opinn aðgang í kjölfar umræðu meðal meðal ráðherra rannsókna.

Rannsóknargreinar ESB ríkja ættu að vera aðgengilegar tafarlaust með opnum leyfum , segja Svíar.

Það að gera fræðilega útgáfu aðgengilega öllum með hraði stuðlar að hágæða rannsóknum“, sögðu Svíar 8. febrúar 2023.  „Þess vegna ætti að vera sjálfgefið að veita tafarlausan opinn aðgang að ritrýndum rannsóknarafurðum með opnum leyfum.“

Á fundi sama dag ræddu rannsóknarráðherrar ESB áskoranir varðandi leiðir að þessu markmiði.

Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Mats Persson sagði í kjölfarið: „Það eru mál sem þarf að takast á við — til dæmis hár kostnaður við útgáfu og lestur greina. Einnig sú staðreynd að sum tímarit hafa ekki nægilega góða ferla til að tryggja gæði útgáfunnar.“ Lesa áfram „ESB: Tafarlaus opinn aðgangur að fræðigreinum“

Viðbót við Web of Science: Preprint Citation Index

Vert er að vekja athygli á nýrri viðbót við gagnasafnið Web of Science: Preprint Citation Index. 

Þessi viðbót er í raun sjálfstætt gagnasafn og þegar leitað er í WoS þarf að tilgreina sérstaklega ef ætlunin er að leita í þessu safni, ýmist sér eða meðfram Web of Science. Niðurstöður eru kirfilega merktar sem „preprint“.

Preprint Citation Index byggir á efni úr nokkrum vel þekktum preprint varðveislusöfnum/vefþjónum:

      • arXiv (1991-)
      • bioRxiv (2013-)
      • medRxiv (2019-)
      • chemRxiv (2017)
      • preprints.org (2020-)

Í kjölfarið á Covid-19 faraldrinum hefur notkun á preprint (í. forprent) aukist til mikilla muna. Gott er þó að hafa í huga að ekki er búið að ritrýna preprint nema í undantekningartilvikum.