Stefna um stjórnun gagna og miðlun frá NIH

Heilbrigðisstofnanir Bandaríkjanna (National Institutes of Health – NIH) hafa sett fram stefnu sína um stjórnun gagna og miðlun þeirra (e. data management and sharing – DMS). Stefnan gildir frá 25. janúar 2023 og á að stuðla að miðlun vísindalegra gagna.

Samnýting vísindagagna getur flýtt fyrir uppgötvunum á sviði líflæknisfræði t.d. með því að gera kleift að staðfesta rannsóknaniðurstöður, veita aðgengi að verðmætum gagnasöfnum og stuðla að endurnotkun gagna fyrir rannsóknir í framtíðinni.

Samkvæmt stefnunni gerir NIH ráð fyrir að rannsakendur og stofnanir taki upp eftirfarandi:

      • Geri ráð fyrir í sinni fjárhagsáætlun rými fyrir áætlun um stjórnun og miðlun gagna
      • Sendi DMS áætlun (Data Management and Sharing) til skoðunar þegar sótt er um styrk
      • Fari eftir samþykktri DMS áætlun

Sjá ítarlegri umfjöllun.

Lauslega þýtt: 
National Institutes of Health. Data Management & Sharing Policy Overview. NIH Scientific Data Sharing. Sótt 27, 2023.

USA: Árið 2023 er tileinkað opnum vísindum

The Year of Open Science

Þann 11. janúar sl. tilkynnti Hvíta húsið ásamt 10 bandarískum alríkisstofnunum  og bandalagi rúmlega 85 háskóla ásamt fleiri stofnunum – að árið 2023 yrði ár opinna vísinda.

Á árinu 2023 verður fagnað ávinningi og árangri opinna vísinda. Markmiðið er að hvetja fleiri vísindamenn til að tileinka sér opin vísindi. Árangur árs opinna vísinda mun byggja á samstarfi við einstaklinga, teymi og stofnanir sem eru tilbúin að umbreyta menningu vísinda og halda á lofti bæði þátttöku og gagnsæi.

Sett hafa verið fram fjögur markmið

  • Þróa  og móta stefnu fyrir opin vísindi
  • Bæta gagnsæi, heilindi og sanngirni í umsögnum (reviews)
  • Taka tillit til opinnar vísindastarfsemi í mati
  • Auka þátttöku hópa samfélagsins sem hafa átt undir högg að sækja varðandi framgang opinna vísinda

Lauslega þýtt og byggt á tilkynningu frá NASA:
Guide to a Year of Open Science.

Ritrýndar fræðibækur og kennslubækur í opnum aðgangi

DOAB (Directory of Open Access Books) heldur skrá yfir um 50.000 ritrýndar rafbækur sem gefnar eru út í opnum aðgangi.


Útgefendur eru margir, gjarnan háskólaútgáfur s.s. Cambridge University Press (223), Bristol University Press (48), Oxford University Press (244), Edinburgh University Press (78) o.fl. Efni og fræðasvið eru mýmörg. Til gamans má nefna 2 bækur sem tengjast Íslandi: Down to Earth (2020) eftir Gísla Pálsson og Útrásarvíkingar (2020) eftir Alaric Hall.

Loks má nefna að vísað er í 125 bækur í opnum aðgangi sem varða Climate change.

Open Textbook Library veitir aðgang að yfir 1150 kennslubókum á háskólastigi í opnum aðgangi. Efnissviðin eru mörg og innihalda m.a. tölvunarfræði, viðskiptafræði, heilbrigðisvísindi, kennslufræði, hugvísindi (t.d. tungumál)  og margt fleira. Open Education Network (OEN) er driffjöðrin á bak við útgáfuna.

 

Á annað hundrað bækur eru í opnum aðgangi á vef MIT Press vegna átaksins Direct to Open (D2O). 240 erlend bókasöfn styðja þetta átak og vegna þeirra eru nú á annað hundrað fræðirita aðgengileg í opnum aðgangi. Þar má meðal annars finna bókina Open Knowledge Institutions: Reinventing Universities (2021) eftir Lucy Montgomery, John Hartley, Cameron Neylon, Malcolm Gillies og Eve Gray.