OpenAire birtir aðgerðaáætlun varðandi endurskoðun rannsóknamats

OpenAIRE hefur nýlega gefið út aðgerðaáætlun sína til stuðnings Coalition for Advancing Research Assessment (CoARA) meginviðmiðum.

Þessi áætlun er hluti af yfirgripsmikilli OpenAIRE áætlun fyrir 2023–2025 og undirstrikar stuðning OpenAIRE við að efla aðferðir rannsóknarmats í samræmi við áherslur opinna vísinda. Meðlimir OpenAire eru nú 52 í 39 löndum og er stofnunin því vel til þess fallin að leiða þessar breytingar.

Sjá tíu meginviðmið CoARA

Háskólinn í Leiden (NL): Opin vísindi og stefna um mannaráðningar og stöðuhækkanir

Hollenskar þekkingarstofnanir vinna að því að viðurkenna og verðlauna opin vísindi.

Þann 13. desember  2024 samþykkti stýrinefnd  Open Science NL alls 1,2 milljónir evra í styrki til 23 hollenskra stofnana. Miðstöð vísinda- og tæknifræða (CWTS-The Centre for Science and Technology Studies) mun samræma  þessa vinnu á landsvísu.

Landsverkefnið tryggir samhæfingu og samræmingu þessara 23 stofnana varðandi þróun og innleiðingu áætlana til að viðurkenna og umbuna fyrir opið vísindastarf í Hollandi. Skipulagðir verða sameiginlegir fundir sem eiga að hvetja til innblásturs og örva samvinnu þar sem einnig verður hægt að deila þekkingu og reynslu, þar á meðal ýmsu sem varðar góða starfshætti. Auk þess er verkefnið skuldbundið til að þróa sameiginlegar meginreglur um viðurkenningu og umbun opinna vísinda.

Nánar hér: https://www.universiteitleiden.nl/en/news/2024/12/open-science-in-recruitment-and-promotion-policies

Evrópsk miðstöð um demantaútgáfu – „diamond open access“

Þann 15. janúar 2025 var hleypt af stokkunum evrópskri miðstöð um sk. demantaútgáfu: European Diamond Capacity Hub (EDCH) í Madrid.

OPERAS, grunnstoð rannsóknarinnviða fyrir opin fræðileg samskipti í félagsvísindum og hugvísindum, mun sjá um fjármálahliðina. Demantaútgáfa er módel að fræðilegri útgáfu sem tekur engin gjöld af höfundum eða lesendum og þar sem efnistengdir þættir útgáfunnar eru í eigu fræðasamfélaga og stjórnað af þeim. EDCH mun styðja þetta módel með því að veita útgefendum og aðilum í tækniþjónustu nauðsynlega aðstoð.

Sjá nánar hér: European Diamond Capacity Hub Launched to Strengthen Diamond Open Access Publishing in Europe