Kverkatak á akademíunni

Áður fyrr voru tímarit verðmætasta eign fræðilegra útgefenda. Nú eru það gögn – gögn sem þeir safna frá vísindamönnum og selja síðan. Þetta er verulegt áhyggjuefni að mati hóps vísindamanna frá Groningen, Hollandi og sá hópur fer stækkandi.

Sjá nánar í grein frá  Ukrant.nl (Independent news platform for academic Groningen), Academia in a stranglehold eftir Christien Boomsma:

Þegar Eiko Fried, sálfræðingur frá háskólanum í Leiden, bað útgefandann Elsevier um persónuleg gögn sín í desember 2021, fékk hann tölvupóst með hundruðum þúsunda „gagnapunkta“, mörg ár aftur í tímann.

Hann komst að því að Elsevier þekkti nafn hans, tengslanet og rannsóknir. Umsagnir hans höfðu verið skráðar, sem og beiðnir um jafningjamat (e. peer review) sem hann hafði hafnað.

Elsevier hélt utan um IP-tölur hans – m.a. frá heimili hans – persónuleg símanúmer hans og augnablikin þegar Fried skráði sig inn. Skráð var nákvæmlega hvenær hann vann og hvenær hann var í fríi. Þarna voru einnig vefsíður sem hann heimsótti, greinar sem hann hafði hlaðið niður eða bara skoðað á netinu. Hver einasti smellur, hver tilvísun var skráð.

Sjá nánar í greininni Academia in a stranglehold eftir Christien Boomsma:

Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi

Greinin Why Thousands of Studies May be in Copyright Limbo af vef Plagiarismtoday.com https://www.plagiarismtoday.com/ fjallar um mikilvægt efni varðandi skýringamyndir/teiknngar og höfundarétt/afnotaleyfi.

Sagt er frá birtingu rúmlega 9000 tímaritsgreina í opnum aðgangi sem innihéldu skýringamyndir sem mögulega eru birtar undir röngu afnotaleyfi. Myndir þessar voru búnar til með því að nota BioRender og virtust falla undir afnotaleyfið CC-BY eins og sjálfar greinarnar. Lesa áfram „Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi“

Verðlagning fræðilegrar útgáfu: Nýr rammi

Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.

Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.

Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi  fræðilegri útgáfu.

Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.