Þann 27. júlí 2023 var haldið vefnámskeið á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing Association) sem bar yfirskriftina Shaping the Future of Scholarly Communication: The Role of Preprint Peer Review.
Það er ljóst að notkun á preprints (í. forprenti) hefur aukist gríðarlega nú á síðustu árum og nú eru komnir til sögunnar ýmsir þjónustuaðilar sem auðvelda höfundum aðgang að ritrýni á preprints ásamt annarri aðstoð við að koma niðurstöðum rannsókna eins fljótt á framfæri og unnt er. Þjónustumódelin eru mismunandi, oftast gjaldfrjáls enn sem komið er og byggja á styrkjum en í framtíðinni má vænta þess að einhver gjöld komi inn í myndina en þó tæpast varðandi höfunda.
Það er vel þess virði að horfa á upptöku frá þessu vefnámskeiði hér fyrir neðan:
Einnig má nálgast vefnámskeiðið á vef OASPA ásamt kynningarglærum þeirra aðila sem þátt tóku (þjónustuaðila) sem og yfirlit yfir spurningar námskeiðsgesta og svörin sem þeir fengu .