Vert er að benda á athyglisvert viðtal frá 11. september 2023 við Wilhelm Widmark, forstöðumann bókasafns háskólans í Stokkhólmi og framkvæmdastjóri EOSC (European Open Science Cloud). Í viðtalinu er fjallað um stöðu opinna vísinda og opins aðgangs í Svíþjóð og nálgun Svía gagnvart því markmiði að ná 100% opnum aðgangi. Wilhelm fjallar um mikilvægi þess að ákvarðanataka sé á „hærra stigi“, þ.e. stjórnir háskóla og rektorar hafa komið að stefnumótun um opin aðgang.
Wilhelm deilir einnig reynslu sinni af „transformative agreements“, lýsir þeim aðferðum sem hópur um stefnumótun sem kallast „Beyond Transformative Agreement“ skoðar. Hann leggur áherslu á að það sé valkostur að ganga burt frá samningaborðinu ef samningar nást ekki en það kerfst víðtækra samskipta og mikils stuðnings frá fræðasamfélaginu.