Frá því að áætlun Plan S var kynnt fyrir fimm árum síðan, hefur cOAlition S „hækkað hitastigið“ og haft hvetjandi áhrif á útgáfutilraunir – á meðan hefðbundin útgáfa hefur átt erfitt með að halda í við stafræna umbreytingu rannsóknaumhverfisins.
Þeir styrkveitendur sem saman mynda COAlition S kanna nú nýja sýn varðandi fræðileg samskipti – sýn sem talin er gefa fyrirheit um skilvirkari, hagkvæmari og sanngjarnari framtíðarsýn og gangast gæti vísindasamfélaginu og samfélaginu í heild. Nánari umfjöllun hér.
Framtíðarsýnin byggir á samfélagsbundnu fræðilegu samskiptakerfi sem hentar opnum vísindum á 21. öldinnni; kerfi sem gerir fræðimönnum kleift að deila öllu varðandi rannsóknir sínar og taka þátt í að þróa nýjar aðferðir varðandi gæðaeftirlit og matsstaðla fyrir afrakstur rannsókna.
Hin nýja tillaga COAlition S kallast „Towards Responsible Publishing“ og er í samræmi við upphaflegt verkefni Plan S – að rannsóknir virki best ef að allar rannsóknarniðurstöður eru gerðar opinberar og aðgengilegar vísindasamfélaginu. Tillagan gengur út frá því að upphafleg áhersla á einungis þær rannsóknarniðurstöður sem fást samþykktar í vísindatímaritum, séu of kyrrstæð skyndimynd af rannsóknarferlinu.
Aðalatriði nýja tillögunnar eru eftirfarandi:
-
- Höfundar, ekki þriðji aðili, ákveða hvenær og hvað á að birta.
- Fræðilegur ferill (scholarly record) sem snýr að rannsókn inniheldur allar afurðir sem til urðu í rannsóknarlotunni en ekki eingöngu lokaútgáfuna sem samþykkt er til birtingar í tímariti.
COAlition S hefur gefið þeim sem vilja tækifæri til að koma með athugasemdir fram til apríl 2024, eftir það verður lokatillagan fullgerð.