Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Lesa áfram „Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni“

Er einhver glóra í þessu?

Eftirfarandi er unnið upp úr greininni „Scientists paid large publishers over $1 billion in four years to have their studies published with open access“ sem birtist í El País USA Edition, 21. nóvember 2023.

Í greininni kemur fram að hagnaðarhlutfall helstu útgefenda vísindatímarita nemur allt að 30% – 40% sem er langt umfram flestar atvinnugreinar. Er einhver glóra í þessu?

Hollenski risinn Elsevier  birti 600.000 rannsóknir á síðasta ári (2022), þar af um fjórðung í opnum aðgangi.  Samkvæmt reikningum Elsevier fyrir árið 2022 námu árstekjur fyrirtækisins 3,5 milljörðum dala, þar af voru 1,3 milljarðar dala í hagnað.  Ef rýnt er í þessar tölur má ætla að fyrir hverja 1000 dollara sem fræðasamfélagið eyðir í útgáfu hjá Elsevier, fari um 400 dollara í vasa hluthafa þess.

Þýski rannsakandinn Stefanie Haustein bendir á þversagnir núverandi kerfis.  Vísindasamfélagið borgar fyrir að gefa út eigin rannsóknir og vinnur ókeypis fyrir útgefendur við að ritrýna verk annarra samstarfsmanna . Samt sem áður þurfa stofnanir  að borga ársáskrift til að lesa tímarit sem ekki eru í opnum aðgangi.

„Þetta þýðir að fræðasamfélagið þarf að borga fyrir að fá aðgang að efninu sem það hefur gefið ókeypis. Og í ofanálag stendur almenningur frammi fyrir greiðsluvegg, þegar að það eru oft skattar almennings sem fjármagna þessar rannsóknir og útgáfu þeirra. Þetta er ósjálfbært líkan sem er að tæma fjárveitingar til rannsókna um allan heim,“ segir Haustein, sem hefur birt niðurstöður sínar í tímaritinu International Society for Scientometrics and Informetrics.

Opin vísindi og Carnegie Mellon University í Pittsburgh, PA

Carnegie Mellon háskólinn í Pittsburgh, Pennsylvaníu (USA) hélt  málþing um opin vísindi í byrjun  nóvember 2023, „Open Science Symposium 5 years later„. Það er áhugavert að skoða hvað hefur gerst hefur hjá þessum einkarekna rannsóknaháskóla á undanförnum fimm árum með tilliti til opinna vísinda. Skólinn er álíka stór og Háskóli Íslands, með um 14.500 nemendur og  yfir 1300 starfsmenn.

Málþingið skiptist í fjóra hluta, þar af eru þrír þeirra á upptökunni hér fyrir neðan:

      1. Open Science in Research and Learning
      2. Open Science & Communities
      3. Impact of Policies

Fjallað er um mýmörg atriði sem falla undir opin vísindi og álitamál þeim tengdum.