„Að gefa út í opnum aðgangi“: upptaka og glærur

Meðal efnis sem var á dagskrá í alþjóðlegri viku opins aðgangs 23. – 29. október 2023 var fyrirlestur sem bar heitið „Að gefa út í opnum aðgangi“. Margrét Gunnarsdóttir upplýsingafræðingur á Landsbókasafni-Háskólabókasafni flutti erindið og bæði glærur og upptaka eru nú aðgengilegar.

Fyrirlesturinn var einkum ætlaður þeim ungu rannsakendum og doktorsnemum sem eru að stíga sín fyrstu skref í útgáfu greina í vísindatímaritum og vilja kynna sér opinn aðgang.

Glærur af fyrirlestrinum
Upptaka af fyrirlestrinum (hefst á 1.35 mínútu)

Edinborgarháskóli og stefna um varðveislu réttinda

Einn af fyrirlesurum sem fengnir voru til að flytja erindi í viku opins aðgangs 2023 var Dominic Tate, forstöðumaður rannsóknaþjónustu við Edinborgarháskóla. Erindi hans hét „Rights Retention Policy at the University of Edinburgh, a review of the first 18 months“ og fjallaði eins og heitið gefur til kynna um varðveislu réttinda rannsakenda við Edinborgarháskóla – reynsla fyrstu 18 mánaða. Kveikjan að þeirra stefnu kom frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum.

Það er forvitnilegt að skoða hvaða leiðir Edinborgarháskóli (og raunar fleiri háskólar í Bretlandi) hafa farið í þessum efnum.

Glærurupptaka.

 

Yfirlýsing um varðveislu réttinda frá GW4 í Bretlandi

Bandalag 4ra háskóla í Bretlandi kallast GW4. Í því eru háskólarnir í Bath, Bristol, Cardiff og Exeter en þeir eru meðal þeirra háskóla í Bretlandi sem stunda flestar rannsóknir og nýsköpun.

Nú hefur GW4 birt sameiginlega yfirlýsingu um varðveislu réttinda, þar sem gripið er til víðtækari ráðstafana  til að styðja vísindamenn. Þannig er ætlunin að veita rannskaendum meiri stjórn á réttindum varðandi eigin fræðigreinar, gera þeim kleift að deila og dreifa rannsóknum og fræðigreinum eins víða og mögulegt er, styðja við að farið sé að tilmælum styrkveitenda en jafnframt að gera þeim mögulegt að birta verk sín í tímaritum að eigin vali.

Nýja yfirlýsingin, undir forystu yfirmanna bókasafna í öllum fjórum háskólum, hefur verið þróuð sem hluti af skuldbindingu bandalagsins til framtíðar varðandi rannsóknir í opnum aðgangi. Þannig vill bandalagið stuðla að og styðja starfshætti sem auðvelda jákvæð félagsleg og efnahagsleg áhrif rannsókna GW4 og skapa rannsóknamenningu án aðgreiningar.

Meira um þetta í greininni GW4 Alliance launches joint statement on rights retention in scholarly works