Það er forvitnilegt að kynna sér hvað önnur Evrópulönd eru að gera varðandi opinn aðgang að fræðilegu efni. Í nýlegri grein er fjallað um stefnu Breta varðandi opinn aðgang að fræðilegum bókum sem styrktar eru af UKRI – UK Research and Innovation funding council.
UKRI kynnti nýjustu stefnu sína um opinn aðgang 6. ágúst 2021. Stefnan tekur til allra rannsókna sem ráðið styrkir og er stórt skref í átt til opins aðgang innan fræðasamfélagsins. Frá 1. janúar 2024 eiga öll fræðirit að vera gefin út í opnum aðgangi þó að eins árs birtingatöf sé leyfð. Lesa áfram „Bretland og opinn aðgangur að fræðiritum“