OpenAire birtir aðgerðaáætlun varðandi endurskoðun rannsóknamats

OpenAIRE hefur nýlega gefið út aðgerðaáætlun sína til stuðnings Coalition for Advancing Research Assessment (CoARA) meginviðmiðum.

Þessi áætlun er hluti af yfirgripsmikilli OpenAIRE áætlun fyrir 2023–2025 og undirstrikar stuðning OpenAIRE við að efla aðferðir rannsóknarmats í samræmi við áherslur opinna vísinda. Meðlimir OpenAire eru nú 52 í 39 löndum og er stofnunin því vel til þess fallin að leiða þessar breytingar.

Sjá tíu meginviðmið CoARA

Er akademían að hindra framgang vísinda?

„Ég áttaði mig á því að við í akademíunni erum hluti af vandamálinu – og jafnvel einn stærsti þátturinn – sem takmarkar framgang vísinda. Vegna þess að eins og er, í besta falli, virka fræðimenn og fræðilegar rannsóknir eins og viðskipti/kapítalískt kerfi, þar sem það mikilvægasta er hagnaður útgefenda og orðstír vísindamanna.“

Afar áhugaverð grein eftir Nokuthula Mchunuis aðstoðarforstöðumann hjá National Research Foundation, Suður-Afríku. Hún vekur upp ýmsar og jafnvel óþægilegar spurningar!

Academia is Now an Obstacle to the Advancement of Science.

 

Framtíð útgáfu og stefnu um opinn aðgang

Útgefandinn MIT Press hefur gefið út ítarlega skýrslu sem fjallar um hvernig stefnur um opinn aðgang móta rannsóknir og hvað þarf til að hámarka jákvæð áhrif þeirra á vistkerfi rannsókna.

Skýrslan ber heitið „Access to Science & Scholarship 2024: Building an Evidence Base to Support the Future of Open Research Policy. Hún er afrakstur vinnustofu sem styrkt var af National Science Foundation og haldin var í Washington D.C., í höfuðstöðvum American Association for the Advancement of Science 20. september 2024.