UNESCO: Open Science Outlook 1

Í desember 2023 var gefin út skýrsla á vegum UNESCO sem ber heitið Open Science Outlook 1: Status and trends around the world.

Skýrslan kemur í beinu framhaldi af tilmælum UNESCO um opin vísindi frá 2021 og er fyrsta alþjóðlega úttektin á stöðu og straumum  varðandi opin vísindi. Hún hefur að geyma nokkur lykilskilaboð og gefur einnig tóninn hvað varðar mat á innleiðingu tilmæla UNESCO en dregur einnig fram mikilvægar eyður í þeim gögnum og upplýsingum sem þegar liggja fyrir.

Þann 15. febrúar 2024 var síðan haldinn sameiginlegur fundur með fimm vinnuhópum á vegum UNESCO sem hafa einbeitt sér að mikilvægum sviðum sem skipta máli fyrir innleiðingu tilmælanna. Þetta var 4. fundur hvers vinnuhóps og tilgangurinn sá að kynna lykilskilaboð skýrslunnar. Sjá myndband hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar:
https://www.unesco.org/en/open-science

Opin vísindi og Carnegie Mellon University í Pittsburgh, PA

Carnegie Mellon háskólinn í Pittsburgh, Pennsylvaníu (USA) hélt  málþing um opin vísindi í byrjun  nóvember 2023, „Open Science Symposium 5 years later„. Það er áhugavert að skoða hvað hefur gerst hefur hjá þessum einkarekna rannsóknaháskóla á undanförnum fimm árum með tilliti til opinna vísinda. Skólinn er álíka stór og Háskóli Íslands, með um 14.500 nemendur og  yfir 1300 starfsmenn.

Málþingið skiptist í fjóra hluta, þar af eru þrír þeirra á upptökunni hér fyrir neðan:

      1. Open Science in Research and Learning
      2. Open Science & Communities
      3. Impact of Policies

Fjallað er um mýmörg atriði sem falla undir opin vísindi og álitamál þeim tengdum.

Ný tillaga frá cOAlition S: „Towards Responsible Publishing“

Frá því að  áætlun Plan S var  kynnt fyrir fimm árum síðan, hefur cOAlition S „hækkað hitastigið“ og haft hvetjandi áhrif á útgáfutilraunir – á meðan hefðbundin útgáfa hefur átt erfitt með að halda í við stafræna umbreytingu rannsóknaumhverfisins.

Þeir styrkveitendur sem saman mynda COAlition S kanna nú nýja sýn varðandi fræðileg samskipti – sýn sem talin er gefa fyrirheit um skilvirkari, hagkvæmari og sanngjarnari framtíðarsýn og gangast gæti vísindasamfélaginu og samfélaginu í heild. Nánari umfjöllun hér.

Framtíðarsýnin byggir á samfélagsbundnu fræðilegu samskiptakerfi sem hentar opnum vísindum á 21. öldinnni; kerfi sem gerir fræðimönnum kleift að deila öllu varðandi rannsóknir sínar og taka þátt í að þróa nýjar aðferðir varðandi gæðaeftirlit og matsstaðla fyrir afrakstur rannsókna.

Hin nýja tillaga COAlition S kallast „Towards Responsible Publishing“ og er í samræmi við upphaflegt verkefni Plan S – að rannsóknir virki best ef að allar rannsóknarniðurstöður eru gerðar opinberar og aðgengilegar vísindasamfélaginu. Tillagan gengur út frá því að upphafleg áhersla á einungis þær rannsóknarniðurstöður sem fást samþykktar í vísindatímaritum, séu of kyrrstæð skyndimynd af rannsóknarferlinu.

Aðalatriði nýja tillögunnar eru eftirfarandi:

    1. Höfundar, ekki þriðji aðili, ákveða hvenær og hvað á að birta.
    2. Fræðilegur ferill (scholarly record) sem snýr að rannsókn inniheldur allar afurðir sem til urðu í rannsóknarlotunni en ekki eingöngu lokaútgáfuna sem samþykkt er til birtingar í tímariti.

COAlition S hefur gefið þeim sem vilja tækifæri til að koma með athugasemdir fram til apríl 2024, eftir það verður lokatillagan fullgerð.