Greinasafn fyrir flokkinn: Opin vísindi

Háskólinn í Leiden og opin vísindi

Ein af undirstofnunum Háskólans í Leiden, Hollandi er CWTS – The Centre of Science and Technology Studies. Þetta er þverfagleg rannsóknastofnun sem rannsakar vísindarannsóknir og tengsl þeirra við tækni, nýsköpun og samfélag.

Innan stofnunarinnar eru opin vísindi (OS) algengt umræðuefni en hvað er raunverulega að gerast „á gólfinu“ í þessum efnum?  Ana Parrón Cabañero doktorsnemi við CWTS tók viðtöl við nokkra samstarfsmenn og kannaði hvernig gengur að koma á tengslum við opin vísindi í verkefnum stofnunarinnar: Walking the talk: a peak into Open Scince practices at CWTS.

Þess má geta að Háskólinn í Leiden lítur á opin vísindi (e. Open Science) sem lykilþátt til að ná því markmiði auka vísindaleg og samfélagsleg áhrif og til þess að efla gæði rannsókna og heilindi.

Hvatt er til að vinna í takt við opin vísindi innan háskólans alls.

Nánar um þetta í greininni Walking the talk: a peak into Open Science practices at CWTS.

Mynd: By Rudolphous – Own work, CC BY 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=9387291

Bill og Melinda Gates Foundation: Breytt stefna

Sjóðurinn Bill & Melinda Gates Foundation kynnti á dögunum nýja stefnu sína varðandi opinn aðgang. Stefnan byggir á þremur lykilatriðum:

      • Hætt verður að greiða APC gjöld (Article Processing Charges) við birtingu tímaritsgreina
      • Styrkþegum sjóðsins ber skylda til að birta vinnu sína sem forprent (preprints)
      • Sjóðurinn skuldbindur sig til að styðja opna vísindainnviði

Þessari stefnubreytingu er fagnað og hún endurspeglar vaxandi samstöðu innan fræðasamfélagsins.

Nánar hér: The Open Access rising tide: Gates Foundation ends support to Article Processing Charges.

UNESCO: Open Science Outlook 1

Í desember 2023 var gefin út skýrsla á vegum UNESCO sem ber heitið Open Science Outlook 1: Status and trends around the world.

Skýrslan kemur í beinu framhaldi af tilmælum UNESCO um opin vísindi frá 2021 og er fyrsta alþjóðlega úttektin á stöðu og straumum  varðandi opin vísindi. Hún hefur að geyma nokkur lykilskilaboð og gefur einnig tóninn hvað varðar mat á innleiðingu tilmæla UNESCO en dregur einnig fram mikilvægar eyður í þeim gögnum og upplýsingum sem þegar liggja fyrir.

Þann 15. febrúar 2024 var síðan haldinn sameiginlegur fundur með fimm vinnuhópum á vegum UNESCO sem hafa einbeitt sér að mikilvægum sviðum sem skipta máli fyrir innleiðingu tilmælanna. Þetta var 4. fundur hvers vinnuhóps og tilgangurinn sá að kynna lykilskilaboð skýrslunnar. Sjá myndband hér fyrir neðan.

Nánari upplýsingar:
https://www.unesco.org/en/open-science