Greinasafn fyrir flokkinn: Opin vísindi

OpenAlex – gagnasafn á vegum OurResearch

Hvað er OpenAlex?

Kjarninn í OpenAlex er gagnasafn sem samanstendur af hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum.

En þar er þó ekki allt talið. OpenAlex fylgist með tengslum þessara verka og upplýsir um tengsl t.d. tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda. Það er mikilvægt að henda reiður á þessum tengslum til að fá vitneskju um og skilja stóru myndina.

OpenAlex er dýrmæt auðlind fyrir stofnanir, vísindamenn, stjórnvöld, útgefendur, styrkveitendur og alla aðra sem hafa áhuga á alþjóðlegum rannsóknum og fræðilegum samskiptum.

Gögnin eru opin og ókeypis svo hægt sé að deila.. Með því að nota vefsíðuna getur hver sem er byrjað strax að skoða gögnin til að fræðast um alls kyns hluti, allt frá einstökum greinum til alþjóðlegrar þróunar í rannsóknum.

Kynningarmyndband hér:

Hver stendur á bak við OpenAlex

OurResearch er óhagnaðardrifin stofnun sem smíðar verkfæri fyrir Open Science, þar á meðal OpenAlex, Unpaywall og Unsub.

Nánari upplýsingar: OpenAlex Support.

Bandaríkin: „The right to deposit“

Yfirlýsing til stuðnings því að nota alríkisleyfi til að innleiða OSTP minnisblaðið frá 2022 varðandi aðgang almennings

Með væntanlegri útgáfu nýrra áætlana bandarískra alríkisstofnana um almennan aðgang almennings í framhaldi af leiðbeiningum Hvíta hússins um vísinda- og tækniskipulagningu (OSTP) („Nelson minnisblaðið“), munu höfundar fræðigreina sem styrktir eru af alríkisstofnunum  standa frammi fyrir nýjum kröfum um að leggja inn rannsóknarafurðir sínar án birtingatafa í tilskilin varðveislusöfn.

Þessar kröfur munu hafa áhrif á höfunda, stofnanir þeirra og sérstaklega þá aðila sem sjá um fjármögnun rannsókna og að höfundar uppfylli skilyrði sem fylgja styrkjum.

Bókasöfn munu halda áfram að gegna lykilhlutverki varðandi aukinn opinn aðgang eftir mörgum leiðum og leiðbeina höfundum varðandi  fræðilega útgáfu  og stjórnun rannsóknargagna.

Lesa áfram Bandaríkin: „The right to deposit“