OpenAlex – stórt skref til framfara?

Í greininni OpenAlex, a big step towards Open Science? eftir Jeroen Bosman er fjallað um gagnasafnið  OpenAlex sem miðar að því að gera vísindarit aðgengilegri og bæta gagnsæi vísindarannsókna. OpenAlex er samstarfsverkefni vísindamanna frá nokkrum evrópskum háskólum, þar á meðal háskólanum í Utrecht. Fyrir ári síðan mátti finna yfir 250 milljón færslur í gagnasafninu, mun fleiri en færslur í Scopus, Web of Science og Google Scholar.

Með gagnasafninu er leitast við að taka á málum varðandi núverandi útgáfu fræðigreina þar sem aðgangur að þeim er oft takmarkaður af greiðsluveggjum og höfundarréttarmálum. Með því að búa til ókeypis, aðgengilegan gagnagrunn yfir vísindagreinar, stuðlar OpenAlex að lýðræðislegu aðgengi að þekkingu og opnu vísindastarfi.
Lesa áfram „OpenAlex – stórt skref til framfara?“

Áhrif COVID-19 á opin vísindi

Hvaða áhrif hafði COVID-19 heimsfaraldurinn á umræðuna um opin vísindi?

Um það fjallar greinin „The impact of COVID-19 on the debate on open science: a qualitative analysis of published materials from the period of the pandemic“ úr tímaritinu Humanities and Social Sciences Communications frá 2. október 2024. Höfundar eru Melanie Benson Marshall og fleiri. Greinin er að sjálfsögðu í opnum aðgangi!

Rýnt er í alþjóðlega umræðu sem fram fór meðan á heimsfaraldrinum stóð. Notaðar eru eigindlegar aðferðir til að greina ýmsar tegundir efnis sem ritað var í faraldrinum á ensku, þýsku, portúgölsku og spænsku.

Niðurstöðurnar sýna að margir höfundar eru þeirrar skoðunar að reynslan af heimsfaraldrinum hafi styrkt rökin  fyrir opnum vísindum.

Opin vísindi við Stanford háskóla – vert að vita

Russell Poldrak á skrifstofu sinni með nemanda. Mynd úr greininni.

Í greininni 7 things to know about open science at Stanford fjalla Russell Poldrack, Zach Chandler, and Francesca Vera um aðferðir opinna vísinda við Stanford og hvernig þær eru að breyta háskólaumhverfinu.

“Making science more transparent and reproducible was our goal because, broadly, I believe it makes science better,” said Poldrack. While he’s been working on efforts like this in neuroscience through the Center for Reproducible Neuroscience for years, a recent boom in open science practices happened just four years ago – during the rise of the COVID-19 pandemic.

Chandler pointed to how scientists, in the search for a vaccine, pooled together their scientific findings and shared their data, leading to record-breaking times in developing a vaccine.

Nánar um þetta  í greininni sjálfri.