Hollenskar þekkingarstofnanir vinna að því að viðurkenna og verðlauna opin vísindi.
Þann 13. desember 2024 samþykkti stýrinefnd Open Science NL alls 1,2 milljónir evra í styrki til 23 hollenskra stofnana. Miðstöð vísinda- og tæknifræða (CWTS-The Centre for Science and Technology Studies) mun samræma þessa vinnu á landsvísu.
Landsverkefnið tryggir samhæfingu og samræmingu þessara 23 stofnana varðandi þróun og innleiðingu áætlana til að viðurkenna og umbuna fyrir opið vísindastarf í Hollandi. Skipulagðir verða sameiginlegir fundir sem eiga að hvetja til innblásturs og örva samvinnu þar sem einnig verður hægt að deila þekkingu og reynslu, þar á meðal ýmsu sem varðar góða starfshætti. Auk þess er verkefnið skuldbundið til að þróa sameiginlegar meginreglur um viðurkenningu og umbun opinna vísinda.
Nánar hér: https://www.universiteitleiden.nl/en/news/2024/12/open-science-in-recruitment-and-promotion-policies