Vika opins aðgangs – Dagur 2

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 2 og
grein Rósu Bjarnadóttur forstöðumann bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands: Enn eitt stefnulaust ár.

Þáttur 2. Reynsla úr hugvísindum af opnum aðgangi
Viðmælandi er Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun og ritstjóri fræðatímaritsins Orð og tungu en hún var spurð út í reynslu hennar af opnum aðgangi við útgáfu og birtingu greina.

 

Opinn aðgangur, hvað er það?

Á morgunkorni Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræðinga þann 25. október síðasliðinn hélt Sigurgeir Finnsson sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni erindið:

Opinn aðgangur, hvað er það?: um opinn aðgang, Opin vísindi og ægivald útgefanda.

Glærur Sigurgeirs

Við sama tækifæri hélt Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ, erindið „OpenAIRE verkefni Evrópusambandisins, hvað gengur það út á?“:

OpenAIRE – hvað er það?