Úkraína og opin vísindi

Það vekur óneitanlega athygli að ríkisstjórn Úkraínu hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun um opin vísindi og falið öllum sínum ráðuneytum að tryggja að henni sé framfylgt.

Þetta er metnaðarfull aðgerðaáætlun hjá stríðshrjáðu landi og full ástæða til að dást að framtakinu og óska þeim velfarnaðar.

Aðgerðaáætlunin felur í sér samþættingu opinna vísinda varðandi innlend vísindi, rannsóknir, menntun, tækni og nýsköpunarstefnu, stefnurog aðgerðaáætlanir fyrir árið 2024. Hún kveður á um að unnið sé í samstarfi við EOSC – European Open Science Cloud – og Horizon Europe.

Lesa áfram „Úkraína og opin vísindi“

Í tilefni alþjóðlegrar viku opins aðgangs 24. – 28. október 2022

LoftslagsréttlætiNú stendur yfir alþjóðleg vika opins aðgangs, 24. – 28. október.

Að þessu sinni er þema vikunnar „loftslagsréttlæti“ (e. Climate Justice). Landvernd skýrir hugtakið á þessa leið:

Hugtakið loftslagsréttlæti gefur til kynna að loftslagsmál eru ekki bara umhverfismál, heldur verður baráttan við loftslagshamfarir alltaf að taka mið af mannréttindum, félagslegu réttlæti og jafnrétti kynja.

Opinn aðgangur varðar okkur öll – hagsmuni okkar allra. Krafan um að allir hafi aðgang að niðurstöðum rannsókna sem studdar eru af opinberu fé verður sífellt háværari. Ekki eingöngu á tímum COVID, ekki eingöngu „spari“ heldur alltaf.

Sjá grein í tilefni viku opins aðgangs: Hvíta húsið, UNESCO og endurbætt rannsóknamat.

Fjölmargar bækur, tímarit og greinar eru nú í opnum aðgangi

Að þessu sögðu er vert að hvetja yngri sem eldri rannsakendur, doktorsnema, upplýsingafræðinga og almenning til að kynna sér efni þessa vefs, opinnadgangur.is. Rannsakendur ættu sérstaklega að huga að eftirfarandi:

Paywall - the business of scholarshipLoks er tilvalið að skyggnast bak við tjöldin og skoða heimildamyndina Paywall: The Business of Scholarship. Myndin leggur áherslu á þörfina fyrir opinn aðgang að rannsóknum og vísindum. Í henni er dregið í efa réttmæti þeirra mörgu milljarða dollara á ári sem renna til akademískra útgefenda í hagnaðarskyni.

 

Vika opins aðgangs – Dagur 2

Vika opins aðgangs heldur áfram og í dag birtum við hlaðvarpsþátt nr. 2 og
grein Rósu Bjarnadóttur forstöðumann bókasafns og upplýsingaþjónustu Listaháskóla Íslands: Enn eitt stefnulaust ár.

Þáttur 2. Reynsla úr hugvísindum af opnum aðgangi
Viðmælandi er Helga Hilmisdóttir, rannsóknardósent við Árnastofnun og ritstjóri fræðatímaritsins Orð og tungu en hún var spurð út í reynslu hennar af opnum aðgangi við útgáfu og birtingu greina.