Nú, þegar Google Scholar fagnar 20 ára afmæli sínum, eru komnir til sögunnar keppinautar sem styðjast við gervigreind til að bæta leitarupplifun notenda – og sumir gera notendum kleift að hlaða niður gögnum. ChatGPT, OpenAlex, Semantic Scholar og Consensus eru dæmi um slíka keppinauta.
Í greininni OpenAlex, a big step towards Open Science? eftir Jeroen Bosman er fjallað um gagnasafnið OpenAlex sem miðar að því að gera vísindarit aðgengilegri og bæta gagnsæi vísindarannsókna. OpenAlex er samstarfsverkefni vísindamanna frá nokkrum evrópskum háskólum, þar á meðal háskólanum í Utrecht. Fyrir ári síðan mátti finna yfir 250 milljón færslur í gagnasafninu, mun fleiri en færslur í Scopus, Web of Science og Google Scholar.
Með gagnasafninu er leitast við að taka á málum varðandi núverandi útgáfu fræðigreina þar sem aðgangur að þeim er oft takmarkaður af greiðsluveggjum og höfundarréttarmálum. Með því að búa til ókeypis, aðgengilegan gagnagrunn yfir vísindagreinar, stuðlar OpenAlex að lýðræðislegu aðgengi að þekkingu og opnu vísindastarfi. Lesa áfram „OpenAlex – stórt framfaraskref?“
Kjarninn í OpenAlex er gagnasafn sem samanstendur af hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum.
En þar er þó ekki allt talið. OpenAlex fylgist með tengslum þessara verka og upplýsir um tengsl t.d. tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda. Það er mikilvægt að henda reiður á þessum tengslum til að fá vitneskju um og skilja stóru myndina.
OpenAlex er dýrmæt auðlind fyrir stofnanir, vísindamenn, stjórnvöld, útgefendur, styrkveitendur og alla aðra sem hafa áhuga á alþjóðlegum rannsóknum og fræðilegum samskiptum.
Gögnin eru opin og ókeypis svo hægt sé að deila.. Með því að nota vefsíðuna getur hver sem er byrjað strax að skoða gögnin til að fræðast um alls kyns hluti, allt frá einstökum greinum til alþjóðlegrar þróunar í rannsóknum.