OpenAlex – stórt skref til framfara?

Í greininni OpenAlex, a big step towards Open Science? eftir Jeroen Bosman er fjallað um gagnasafnið  OpenAlex sem miðar að því að gera vísindarit aðgengilegri og bæta gagnsæi vísindarannsókna. OpenAlex er samstarfsverkefni vísindamanna frá nokkrum evrópskum háskólum, þar á meðal háskólanum í Utrecht. Fyrir ári síðan mátti finna yfir 250 milljón færslur í gagnasafninu, mun fleiri en færslur í Scopus, Web of Science og Google Scholar.

Með gagnasafninu er leitast við að taka á málum varðandi núverandi útgáfu fræðigreina þar sem aðgangur að þeim er oft takmarkaður af greiðsluveggjum og höfundarréttarmálum. Með því að búa til ókeypis, aðgengilegan gagnagrunn yfir vísindagreinar, stuðlar OpenAlex að lýðræðislegu aðgengi að þekkingu og opnu vísindastarfi.
Lesa áfram „OpenAlex – stórt skref til framfara?“

OpenAlex – gagnasafn á vegum OurResearch

Hvað er OpenAlex?

Kjarninn í OpenAlex er gagnasafn sem samanstendur af hvers kyns fræðilegum verkum s.s. rannsóknargreinum, gagnasettum, bókum og ritgerðum.

En þar er þó ekki allt talið. OpenAlex fylgist með tengslum þessara verka og upplýsir um tengsl t.d. tímarita, höfunda, stofnana, tilvitnana, hugtaka og styrkveitenda. Það er mikilvægt að henda reiður á þessum tengslum til að fá vitneskju um og skilja stóru myndina.

OpenAlex er dýrmæt auðlind fyrir stofnanir, vísindamenn, stjórnvöld, útgefendur, styrkveitendur og alla aðra sem hafa áhuga á alþjóðlegum rannsóknum og fræðilegum samskiptum.

Gögnin eru opin og ókeypis svo hægt sé að deila.. Með því að nota vefsíðuna getur hver sem er byrjað strax að skoða gögnin til að fræðast um alls kyns hluti, allt frá einstökum greinum til alþjóðlegrar þróunar í rannsóknum.

Kynningarmyndband hér:

Hver stendur á bak við OpenAlex

OurResearch er óhagnaðardrifin stofnun sem smíðar verkfæri fyrir Open Science, þar á meðal OpenAlex, Unpaywall og Unsub.

Nánari upplýsingar: OpenAlex Support.

Staða gagnavarðveislusafna í heiminum sem skráð eru í OpenDOAR

Nýlega birtust niðurstöður rannsóknar sem gerð var til að varpa ljósi á núverandi stöðu gagnavarðveislusafna sem skráð eru í OpenDOAR – Directory of Open Access Repositories.

Þróuð lönd eins og Bretland og Bandaríkin taka fyrst og fremst þátt í þróun varðveislusafna stofnana í opnum aðgangi sem innihalda mikilvæga þætti OpenDOAR. Mest notaði hugbúnaðurinn er Dspace. Flest varðveislusöfnin eru OAI-PMH samhæfð en fylgja ekki reglum um opinn aðgang.

Meira um niðurstöður rannsóknarinnar hér:
Global status of dataset repositoies at a glance: study based on OpenDOAR

Heimild: Sofi, I.A.Bhat, A. and Gulzar, R. (2024), „Global status of dataset repositories at a glance: study based on OpenDOAR“, Digital Library Perspectives, Vol. ahead-of-print No. ahead-of-print. https://doi.org/10.1108/DLP-11-2023-0094