Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni

Spánn hyggst að gera umbætur á rannsóknamati sínu fyrir vísindamenn. Það er ANECA – La Agencia Nacional de Evaluación y Acreditación sem sett hefur fram nýjar tillögur.

Endurskoðun rannsóknamats á Spáni

Hingað til hefur einungis verið miðað við birtingu greina í tímaritum með háan áhrifastuðul þegar vísindamenn eru metnir með tilliti til starfsframa. Samkvæmt nýju tillögunum verða rannsakendur metnir á mun fjölbreyttari hátt og hvattir til að birta niðurstöður sínar í opnum aðgangi.
Lesa áfram „Breyttar áherslur varðandi mat rannsókna á Spáni“

Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn

Búið er að ljúka gerð samnings um endurbætur á rannsóknarmati en ferlið við þá vinnu hófst í janúar 2022. Þann 8. júlí sl. var síðan haldinn fundur hagsmunaaðila þar sem saman komu yfir 350 stofnanir frá rúmlega 40 löndum sem lýst höfðu áhuga á að taka þátt í ferlinu. Sjá lista. Háskóli Íslands er enn sem komið er eina íslenska stofnunin sem getið er um.

Þann 20. júlí 2022 sl. var lokaútgáfa samningsins kynnt og þar koma „opin vísindi“ vissulega við sögu.
Lesa áfram „Mat á rannsóknum: Samningur um endurbætur í höfn“