Opinn aðgangur og hremmingar heimsins

Ebólavírus

Ef eitthvað má læra af heimsfaraldri og kreppuástandi í kjölfarið er það án efa hversu miklu máli skiptir að hafa opinn aðgang að upplýsingum. Þegar samfélög og hagkerfi heimsins verða fyrir slíkum skakkaföllum sem COVID-19 hefur valdið, þarf aðgangur að staðreyndum og tölum að vera greiður. Við þurfum að vita hvað er að gerast í heiminum; við þurfum aðgang að þekkingu sem gerir sérfræðingum okkar kleift að leita lausna til að koma okkur út úr ástandinu.
Lesa áfram „Opinn aðgangur og hremmingar heimsins“

Samið hefur verið um opinn aðgang við Karger útgáfuna

Samlag um landsaðgang að rafrænum áskriftum hefur samið við Karger útgáfuna um opinn aðgang að vísindatímaritum fyrir alla landsmenn.

Samningurinn tryggir landsaðgang að öllum rafrænum tímaritum Karger frá og með 1998. Vísindamenn á Íslandi geta birt vísindagreinar í tímaritum Karger í opnum aðgangi án þess að greiða birtingargjöld og er fjöldi greina til birtingar ótakmarkaður.

Fréttatilkynning

Leiðbeiningar um innsendingu greina til birtingar hjá Karger (á ensku).

Í samningnum felst einnig aðgangur fyrir alla landsmenn að KargerLEARN, sem er kennsluvefur með 15 netnámskeiðum sem fjalla um hagnýt atriði tengdu ritunarferli vísinda- og fræðigreina og birtingum í vísindatímaritum. Námskeiðin eru alhliða og nýtast einstaklingum á öllum fræðasviðum.

Leiðbeiningar á ensku fyrir KargerLEARN.