Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?

Apabóluvírus

Síðastliðin sjö ár hefur vísinda- og tæknisamfélagið fjórum sinnum gefið út yfirlýsingu þar sem skorað er á útgefendur vísindatímarita að gefa út rannsóknir tengdar tilteknum sjúkdómum í opnum aðgangi. Árið 2016 var það Zika,  2018 ebóla, árið 2020 COVID-19 og nú, árið 2022, eru það rannsóknir tengdar apabólu (monkeypox).

Það er alveg ljóst að tafarlaus opinn aðgangur að rannsóknum án getur flýtt fyrir viðbrögðum á alþjóðavísu hvað varðar lýðheilsu. Hingað til hafa útgefendur brugðist jákvætt við þessum beiðnum og gert viðeigandi rannsóknir aðgengilegar ókeypis. Til dæmis hafa Elsevier og Springer Nature  sett um 200 þúsund greinar tengdar COVID inn á PubMed Central. Og það virðist líklegt að þeir, og margir aðrir útgefendur, muni nú bregðast við með því að gera apabólurannsóknir aðgengilegar. Lesa áfram „Lýðheilsa og opinn aðgangur: Þarf ekki að skipta um gír?“

Gagnasafnið DASH frá Harvard

DASH – Digital Access to Scholarship at Harvard er gagnasafn frá Harvard sem varðveitir greinar og efni eftir fræðimenn skólans; efni sem þeir hafa valið að gera aðgengilegt í opnum aðgangi.  Gagnasafnið er hýst af bókasafni Harvard háskóla.  Í flestum tilvikum gildir höfundaleyfið CC BY 4.0 sem þýðir að allir mega aðlaga efnið að vild og deila ef þess er gætt að geta höfundar og hvaðan efnið kemur.

Það sem er bæði skemmtilegt og sérstakt við þetta gagnasafn, er að höfundar efnis hafa aðgang að mælingum sem varða eftirspurn og einnig endurgjöf lesenda þar sem þeir segja frá hvernig efnið hefur nýst þeim, sjá DASH Stories. Hægt er að smella á hvaða land sem er. Endurgjöf notenda er alls ekki skylda en þó hafa nokkur þúsund manns látið þakklæti sit tí ljós með þessum hætti. Lesa áfram „Gagnasafnið DASH frá Harvard“

„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar

Kort af Evrópu: Hayden120MaGa, CC BY-SA 3.0 af vef Wikimedia Commons.

Áhrif opins aðgangs á þekkingu, ekki bara innan háskólastigsins heldur einnig hjá hinu opinbera og í stefnumótun stofnana, má í stórum dráttum þakka viðleitni tveggja hópa þ.e. upplýsingafræðinga og rannsakenda. Framganga þeirra í tengslum við opinn aðgang  (e. OA), opna menntun (e. OE) og opin vísindi (OS) hefur umbreytt kennslu rannsókna, framkvæmd þeirra og miðlun.

Um þetta má lesa nánar í  eftirfarandi könnunarrannsókn en pistill þessi er lauslega þýtt ágrip rannsóknarinnar:

Santos-Hermosa, G., & Atenas, J. (2022). Building capacities in open knowledge: Recommendations for library and information science professionals and schools. Frontiers in Education, 7 doi:10.3389/feduc.2022.866049
Lesa áfram „„Opin þekking“ – leiðir til uppbyggingar og þróunar“