Tölur um birtingar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi

Það er fróðlegt að skoða tölulegar upplýsingar úr gagnasafninu Scopus sem varðar tímaritsgreinar íslenskra rannsakenda í opnum aðgangi. Upplýsingarnar hér fyrir neðan miðast við 30. nóvember 2021, tímaritsgreinar í ritrýndum tímaritum og nægir að höfundur sé tengdur íslenskri stofnun hvort sem hann er fyrsti höfundur eða meðhöfundur.

    • Íslenskir rannsakendur koma við sögu í um 21.600 tímaritsgreinum og nær sú elsta til ársins 1931. Af þessum fjölda eru um 9600 greinar í opnum aðgangi (allar birtingarleiðir; gullna leiðin o.s.frv.). Þarna eru bæði fyrstu höfundar og meðhöfundar – allt talið.

Nánar á síðunni Tölur: Ísland og OA upplýsingar úr Scopus

UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi

UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, samþykkti á 41. aðalráðstefnu sinni þann 23. nóvember sl. tilmæli til aðildarríkja varðandi opin vísindi. Drög voru lögð að tilmælunum á 40. aðalráðstefnu stofnunarinnar 2019. Öll aðildarríki samþykktu tilmælin.
Skoða tilmælin.

Þetta er merkur áfangi og aðildarríki þurfa í framhaldinu að skoða tilmælin hvert fyrir sig og ígrunda hvar þau eru stödd í þessari vegferð í átt að opnum vísindum og hvaða skref þarf að taka næst.

Lesa áfram „UNESCO: Tilmæli varðandi opin vísindi“

Leiðarvísir fyrir háskóla frá EUA

European University Association hefur gefið út gátlista/leiðarvísi fyrir háskóla sem vilja þróa frekar „opinn aðgang“ . Útgáfa vísindalegs efnis hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár, orðið bæði flóknari og kraftmeiri. Umhverfi „opins aðgangs“ hefur á sama tíma breyst mikið. Mörg skref hafa verið tekin í rétta átt en enn þá er mikið verk óunnið.

Markmið þessa gátlista er að styðja háskóla í viðleitni þeirra til að þróa enn frekari virkni á sviði „opins aðgangs“, þar sem háskólar geta nýtt sér þau atriði sem eiga best við þeirra starfsemi og sérstöðu:
Listinn er þríþættur:

1) Valdefling: Stefnumörkun og áætlanir
2) Uppbygging með þátttöku bókasafna og samvinnu varðandi samninga (consortium)
3) Styrking þess fyrirkomulags sem fyrir er með þátttökufræðasamfélagsins og innviða þess

Leiðarvísir fyrir háskóla (.pdf)