Á vef UNESCO er að finna verkfærakistu sem hönnuð er til að styðja við framkvæmd tilmæla UNESCO um opin vísindi. Verkfærakistan samanstendur af leiðbeiningum, upplýsingum, gátlistum og bæklingum. Verkfærin eru lifandi skjöl sem reglulega eru uppfærð til að endurspegla þróun og stöðu innleiðingar tilmælanna.
Sum verkfæranna eru þróuð í samvinnu við UNESCO Open Science samstarfsaðila eða með viðræðum við og innleggi frá meðlimum UNESCO vinnuhópa um opin vísindi.