Vefurinn arXiv.org hefur verið brautryðjandi í tengslum við opinn aðgang í meira en 30 ár og fjarlægt ýmis konar hindranir fyrir rannsóknagreinar. Engir greiðsluveggir eða gjöld og ekki þarf innskráningu til að lesa greinar. Þessi nálgun – sem veitir rannsakendum hámarksstjórn á birtingu niðurstaðna sinna og sýnileika – umbreytti rannsóknarferlinu og varð upphaf að hreyfingunni um opinn aðgang.
Aðgengi er hins vegar ekki það sama og aðgengileiki þ.e. að tryggja aðgengi óháð fötlun. Langflestar rannsóknargreinar, sem birtar eru í hvaða tímariti sem er og á hvaða vettvangi sem er, uppfylla ekki grunnstaðla varðandi aðgengileika.
Á árinu 2022 stóð arXiv fyrir ítarlegri notendarannsókn til að ákvarða umfang vandans, meta mótvægisaðgerðir sem í gangi eru og skoða lausnir. Niðurstöðurnar, sem unnar voru af starfsfólki arXiv, aðgengissérfræðingum og arXiv lesendum og höfundum sem nota hjálpartækni, eru birt á arXiv á PDF-sniði og HTML-sniði. Lesa áfram „Til umhugsunar: Aðgengi og aðgengileiki“