NASA og opinn hugbúnaður

NASA gefur út mikið magn af opnum hugbúnaði, þar á meðal úrval af mismunandi hugbúnaði úr verkefnum sem snerta m.a.  stjörnufræði, jarðvísindi o.fl.

    • Opinn hugbúnaður skilaði Mars Ingenuity þyrlunni til reikistjörnunnar Mars árið 2021. Þyrlan, sem upphaflega átti að fara í 5 flug, er nú búin að fara í 40 flug og er enn að.
    • James Webb geimsjónaukinn byggði einnig a.m.k. að hluta til á opnum hugbúnaði. Prófanir á sjónaukanum, áður en hann fór endanlega í loftið, byggðu á NumPy safni Python sem er aðgengilegt almenningi.

Lesa áfram „NASA og opinn hugbúnaður“

Plan S – ársskýrsla 2022

Komin er út ársskýrsla „Plan S“ fyrir 2022.

Plan S er áætlun á vegum  cOAlition S,   alþjóðlegu bandalagi rannsóknasjóða og styrktaraðila rannsókna um fullan opinn aðgang að vísindaefni. Áætluninni  var hleypt var af stokkunum í september 2018.

Í formála ársskýrslunnar segir eftirfarandi (lauslega þýtt):
„Hjá cOAlition S erum við staðráðin í að flýta fyrir umskiptum yfir í opinn aðgang. Sem alþjóðleg samtök stofnana sem fjármagna rannsóknir ásamt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, höfum við verið að útfæra stefnu og verkfæri síðan 2018 til að ná markmiði Plan S. Í þessari ársskýrslu kynnum við yfirlit  starfsemi okkar árið 2022 og færum nýjustu fréttir af stefnum okkar, verkfærum og þjónustu. Við gerum einnig grein fyrir stuðningi okkar við ýmis útgáfumódel og leggjum áherslu á framtak einstakra fjármögnunaraðila cOAlition S. Í síðasta kafla má sjá sýnishorn af áætlunum okkar fyrir árið 2023 þar sem við veltum fyrir okkur fræðilegum samskiptum til framtíðar….“

Skoða ársskýrslu Plan S (.pdf)