Ný grein í tímaritinu Nature ber yfirskriftina „Predatory journals entrap unsuspecting scientists“ eftir Chérifa Boukacem-Zeghmouri.
Þetta er holl lesning fyrir rannsakendur sem eru að fóta sig í útgáfuumhverfinu sem fræðimenn búa við.
Rányrkjutímarit eru orðin útbreidd innan vísindasamfélagsins. Þessi tímarit innheimta gjöld af höfundum, birta óritrýndar greinar, sóa tíma og peningum vísindamanna og grafa undan trausti almennings á vísindum.
Nýleg könnun leiddi í ljós að margir vísindamenn frá lág- og meðaltekjulöndum sendu vísvitandi greinar til rányrkjutímarita og sáu í því tækifæri til að öðlast framgang í samkeppninni innan akademíunnar.
Skortur á fræðslu um útgáfuviðmið og skortur á stuðningi rannsóknarstofnana stuðlar að því að rannsakendur verði fórnarlömb slíkra útgefenda. Þeir nýta sér þekkingarskort vísindamanna á fræðilegri útgáfu og bjóða hraðvirkt og einfalt útgáfuferli.
Hér þarf að gera betur.
Skoða greinina „Predatory journals entrap unsuspecting scientists“ eftir Chérifa Boukacem-Zeghmouri.
Mynd: Úr greininni „Predatory journals: What they are and how to avoid them“.