Vefnámskeið frá Elsevier

Útgefandinn Elsevier býður upp á ókeypis vefnámskeið fyrir rannsakendur á vef sínum Researcher Academy. Námskeiðin eru af ýmsum toga og má þar nefna m.a.

      • Tips for writing grant applications: a funder perspective
      • Successful research grant applications – getting it right
      • Gen AI use in the research workflow
      • How to locate key publications
      • How to find relevant and authoritative research
      • Make your data findable- It’s Not FAIR! Improving Data Publishing Practices in Research
      • Make your data accessible -It’s Not FAIR! Improving Data Publishing Practices in Research
      • Og margt fleira…

Lesa áfram „Vefnámskeið frá Elsevier“

OpenAlex – stórt framfaraskref?

Í greininni OpenAlex, a big step towards Open Science? eftir Jeroen Bosman er fjallað um gagnasafnið  OpenAlex sem miðar að því að gera vísindarit aðgengilegri og bæta gagnsæi vísindarannsókna. OpenAlex er samstarfsverkefni vísindamanna frá nokkrum evrópskum háskólum, þar á meðal háskólanum í Utrecht. Fyrir ári síðan mátti finna yfir 250 milljón færslur í gagnasafninu, mun fleiri en færslur í Scopus, Web of Science og Google Scholar.

Með gagnasafninu er leitast við að taka á málum varðandi núverandi útgáfu fræðigreina þar sem aðgangur að þeim er oft takmarkaður af greiðsluveggjum og höfundarréttarmálum. Með því að búa til ókeypis, aðgengilegan gagnagrunn yfir vísindagreinar, stuðlar OpenAlex að lýðræðislegu aðgengi að þekkingu og opnu vísindastarfi.
Lesa áfram „OpenAlex – stórt framfaraskref?“