Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.
Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.
Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi fræðilegri útgáfu.
Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.