Hvað er demanta opinn aðgangur?

Mynd fengin héðan

UNESCO hefur gefið út lýsingu á slíkum aðgangi og röksemdafærslu fyrir honum: Diamond open access

Hvað er demanta opinn aðgangur?
Diamond Open Access (Diamond OA) er samfélagsdrifið, óhagnaðardrifið módel fræðilegrar útgáfu án fjárhagslegra hindrana fyrir höfunda og lesendur. Með slíkum aðgangi eru efnið aðgengilegt ókeypis á netinu og hvorki um að ræða áskriftargjöld fyrir lesendur né kostnað við vinnslu greina (e. APC – article processing charge) fyrir höfunda.

Helstu eiginleikar demantaaðgangs:
Demanta opinn aðgangur er oft fjármagnaður af akademískum stofnunum, fræðasamfélögum eða rannsóknarnetum. Lögð er áhersla á heiðarleika, gagnsæi og samvinnu framar hagnaði.

Demanta opinn aðgangur styður ólík tungumál og menningarleg sjónarmið, stuðlar að fjölbreytileika efnis og gerir kleift að deila þekkingu þvert á tungumála- og menningarmörk.

Demanta opinn aðgangur stuðlar að rannsóknum án mismununar með því að útrýma gjöldum. Það gerir vísindamönnum á efnaminni svæðum kleift að taka þátt og þannig styður aðgangurinn sjálfbær þróunarmarkmið (SDG) Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar hér: https://www.unesco.org/en/diamond-open-access

Staðan varðandi opin gögn 2024

Könnunin The State of Open Data hefur nú farið fram í níunda sinn. Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar um atferli vísindamanna varðandi opin gögn. Um er að ræða samstarfsverkefni Figshare, Digital Science og Springer Nature.

Með því að sameina upplýsingar og gögn frá þremur mismunandi aðilum, þ.e.  Dimensions, Springer Nature Data Availability Statements (DAS) og Chan Zuckerberg Initiative-funded Data Citation Corpus (CZI DCC), þá afhjúpast tengsl milli ritrýndra rannsókna og gagnasetta sem eru aðgengileg.

Forsvarsmenn könnunarinnar telja þetta stökk frá því að skilja hvað fólk segist ætla að gera yfir í að sýna hvað það í raun gerir. Þetta er mikilvægt skref til að knýja fram breytingar og skilja hvernig brúa megi bilið milli stefnu og framkvæmda í miðlun opinna gagna.

Lifir Google Scholar af gervigreindarbyltinguna?

Can Google Scholar survive the AI revolution heitir grein úr Nature frá 19. nóvember 2024.

Nú, þegar Google Scholar fagnar 20 ára afmæli sínum, eru komnir til sögunnar keppinautar sem styðjast við gervigreind til að bæta leitarupplifun notenda – og sumir gera notendum kleift að hlaða niður gögnum. ChatGPT, OpenAlex, Semantic Scholar og Consensus eru dæmi um slíka keppinauta.

Meira um þetta í greininni Can Google Scholar survive the AI revolution..