Írland vaktar fræðilegt efni í opnum aðgangi

Írar eru komnir vel á veg með að setja upp sk. Open Access Monitor (vaktara) í samvinnu við OpenAIRE þar sem þeir vakta allt sitt fræðilega efni og hlutfall þess í opnum aðgangi.

Þetta tól er afar öflugt og byggir á hugbúnaði frá OpenAire: OpenAire Graph. 

Valmöguleikarnir varðandi greiningu eru ótal margir og gagnvirkir og veita mýmörg tækifæri til að skoða og meta hver staðan er hjá Írum varðandi efni í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan, vefkynning frá 20. mars 2024, gefur greinargóða mynd af möguleikunum. Bein kynning á írska vaktaranum hefst á 13. mínútu.

Áhugasamir geta skoðað vaktarann hér:
https://oamonitor.ireland.openaire.eu

DORA: Endurskoðun rannsóknamats – dæmisögur

Á vef DORA (San Francisco Declaration on Research Assessment) er að finna áhugavert safn af dæmisögum frá háskólum og fleirum sem gert hafa breytingar á  rannsóknamati sínu undanfarin ár og sett fram nýjar stefnur og verklag. Þar kemur mjög skýrt fram um hvaða stofnun er að ræða, hverju var breytt, hversvegna, hvernig og hvenær.

Sem dæmi má nefna Samtök háskóla í Noregi, Háskólann í Tampere, Finnlandi og Háskólann í Bath, Englandi.

 

Alþjóðleg ráðstefna nr. 2 um Diamond Open Access

Komin er út skýrsla um alþjóðlega ráðstefnu nr. 2 um  Diamond Open Access,  sem haldin var 25. – 26. október 2023 í Toluca, Mexíkó. Ráðstefnuna héldu Science Europe, COAlition S, OPERAS og franska rannsóknamiðstöðin (ANR) og var hún jafnframt hluti vikulangs alþjóðlegs þings um Diamond Open Access 23. – 27. október.

Á þessu alþjóðlega þingi komu saman 688 þátttakendur frá 75 löndum; þar á meðal vísindamenn, ritstjórar, fulltrúar háskóla, aðilar frá stofnunum sem fjármagna rannsóknir, fulltrúar bókasafna, fræðafélaga og stefnumótendur.
Lesa áfram „Alþjóðleg ráðstefna nr. 2 um Diamond Open Access“