Er hægt að komast hjá birtingagjöldum fyrir vísindagreinar?

Er hægt að finna viðskiptamódel og fyrirkomulag varðandi útgáfu vísindagreina sem ekki styðst við APC gjöld (e. article processing charges)? Fyrirkomulag sem miðar að jöfnuði varðandi þekkingarmiðlun til hagsbóta bæði fyrr vísindi og samfélag?

Síðan í september 2023 hefur cOAlition S, í samstarfi við Jisc og PLOS skoðað þessi mál með vinnuhópi fjölmargra hagsmunaaðila, s.s. upplýsingafræðingum, fjármögnunaraðilum og útgefendum. Meginmarkmið hópsins er að kanna viðskiptamódel sem byggir ekki á útgáfu greina með APC módelinu. Slíkt módel er ósanngjarnt gagnvart höfundum og kemur í veg fyrir stuðning við önnur nýrri og sanngjarnari módel.

Komið hefur í ljós að það er engin einföld leið að þessu markmiði.  Nánar um þetta í frétt frá Plan S: Beyond article-based charges working group: an update on progress.

 

 

Barcelona-yfirlýsingin og opnar rannsóknaupplýsingar

Yfir 40 stofnanir hafa skuldbundið sig til að efla gagnsæi um miðlun upplýsinga um rannsóknaraðferðir sínar og afrakstur þeirra.

Barcelona-yfirlýsingin svokallaða, sem gefin var út 16. apríl 2024, kallar eftir að opnar rannsóknarupplýsingar eða lýsigögn (e. metadata) sé almenna reglan. Þeir sem hafa undirritað yfirlýsinguna eru m.a. fjármögnunaraðilar og æðri menntastofnanir og má þar nefna Gates Foundation og Coimbra Group sem er fulltrúi 40 evrópskra háskóla.

Sjá nánar: Barcelona Declaration Pushes for Open Default to Research Information

Háskólinn í Leiden og opin vísindi

Ein af undirstofnunum Háskólans í Leiden, Hollandi er CWTS – The Centre of Science and Technology Studies. Þetta er þverfagleg rannsóknastofnun sem rannsakar vísindarannsóknir og tengsl þeirra við tækni, nýsköpun og samfélag.

Innan stofnunarinnar eru opin vísindi (OS) algengt umræðuefni en hvað er raunverulega að gerast „á gólfinu“ í þessum efnum?  Ana Parrón Cabañero doktorsnemi við CWTS tók viðtöl við nokkra samstarfsmenn og kannaði hvernig gengur að koma á tengslum við opin vísindi í verkefnum stofnunarinnar: Walking the talk: a peak into Open Scince practices at CWTS.

Þess má geta að Háskólinn í Leiden lítur á opin vísindi (e. Open Science) sem lykilþátt til að ná því markmiði auka vísindaleg og samfélagsleg áhrif og til þess að efla gæði rannsókna og heilindi.

Hvatt er til að vinna í takt við opin vísindi innan háskólans alls.

Nánar um þetta í greininni Walking the talk: a peak into Open Science practices at CWTS.

Mynd: By Rudolphous – Own work, CC BY 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=9387291