Hér er hægt að kynna sér Aðgerðaáætlun írskra stjórnvalda um opnar rannsóknir 2022-2030. Henni er ætlað að vera vegvísir fyrir framkvæmd opinna rannsókna á Írlandi, útlista markmið og samræma aðgerðir til stuðnings innlendu rannsóknaumhverfi svo styrkja megi opnar rannsóknaraðferðir.
Áætlunin verður uppfærð með reglulegu millibili til að útfæra nánar aðgerðir sem til þarf.
Reynt verður að horfa sérstaklega til hópa sem gætu verið viðkvæmir í þessu breytingaferli, t.d. ungra rannsakenda.
„Building on the essential principles of academic freedom, research integrity and scientific excellence, open science sets a new paradigm that integrates into the scientific enterprise practices for reproducibility, transparency, sharing and collaboration resulting from the increased opening of scientific contents, tools and processes.“
Sjá nánar í National Action Plan for Open Research: 2022-2030.