Háskólinn í Stokkhólmi stefnir hraðbyri að opnum vísindum innan sinna veggja og sem hluti af þeirri vinnu hefur rektor hans Astrid Söderbergh Widding fyrir hönd skólans, undirritað Barcelona yfirlýsinguna um opnar rannsóknaupplýsingar.
Wilhelm Widmark, ráðgjafi skólans varðandi Opin vísindi telur þetta mikilvægt skref til í átt að gagnsærra ferli rannsóknamats.
Rannsóknaupplýsingar eiga við um upplýsingar eða lýsigögn sem tengjast mati eða samskiptum varðandi rannsóknir. Þetta geta verið lýsigögn varðandi rannsóknagreinar eða aðrar útgáfur rannsókna, fyrir rannsakendur eða varðandi rannsóknagögn og rannsóknahugbúnað. Eins og staðan er nú, eru margir innviðir lokaðir þar sem rannsóknaupplýsingar er að finna, sem þýðir að lýsigögn eru einungis aðgengileg þeim sem greiða áskriftargjöld.
Nánar hér: Stockholm University signs declaration on open research information