UNIT gerir „Publish & Read“ samning við Elsevier

UNIT, norskt samlag um æðri menntun og rannsóknir, sem m.a. sjá um samninga um tímaritaáskriftir fyrir hönd 39 norskra háskólabókasafna og rannsóknarstofnanna, hafa gert svokallaðan „Publish & Read“ samning við Elsevier. Samningurinn er af svipuðum toga og Projekt Deal samningurinn við Wiley frá því í janúar. Forsaga málsins er sú að í mars slitnaði uppúr samningaviðræðum milli UNIT og Elsevier um áframhald á hefðbundnum tímaritaáskriftarsamningi. Í þessum nýja samningi felst að aðilar að UNIT hafa aðgang að tímaritum hjá Elsevier en borga um leið fyrir birtingu í opnum aðgangi. Áður fyrr var greitt fyrir þetta í tvennu lagi. Þó þetta komi í veg fyrir tvöfaldan kostnað (double dipping) bókasafnanna er ýmislegt gagnrýnivert varðandi samninginn. Jon Tennant bendir á að samningurinn hljóði uppá 9 milljónir evra, en það er 3% aukning frá síðasta tímaritaáskriftasamningi Að hans mati eru Norðmennirnir í raun að borga 9 milljónir evra fyrir upphefðina að fá að birta í tímaritum á vegum Elsevier. Þetta hafi ekkert að gera með raunverulegan kostnað við útgáfu á vísindaefni né mikilvægi þess og sýni hversu valdahlutföllin milli höfunda og útgefanda vísindaefnis séu í miklu ójafnvægi.

Tímamótasamningur

 

Projekt Deal er samstarfsverkefni ýmissa háskóla og vísindastofnanna í Þýskalandi og gengur út á að segja upp stórum tímaritaáskriftum við stóra útgefendur eins og Wiley, Elsevier o.fl. og og gera í staðinn svokallaða „Publish & Read“ samninga.

Þann 15. janúar síðastliðinn var undirritaður tímamótasamningur milli Projekt Deal og útgáfurisans Wiley. Samningurinn gengur út frá „Publish & Read“ módelinu og er sá fyrsti sinnar tegundar í heiminum. Samningurinn snýst í stuttu máli um að aðilar að Deal munu geta gefið út vísindagreinar í tímaritum Wiley í opnum aðgangi án aukakostnaðar og einnig er tryggður aðgangur að rafrænum tímaritum útgefandans frá árinu 1997.


 

Þjónustugjöld vegna birtinga (APC) og birtingatafir útgefanda

Þjónustugjöld vegna birtinga (Article Processing Charge eða APC) eru gjöld sem útgefendur rukka höfunda fyrir birtingu í opnum aðgangi. Þessi gjöld eru mismunandi eftir útgefendum. Birting er ýmist í áskriftartímariti, og er þá viðkomandi grein í opnum aðgangi en aðrar greinar í tímariti geta verið í lokaðar (Hybrid Gold Access) eða tímariti sem allt er í Opnum aðgangi

Allir útgefendur leyfa birtingu handrita (Pre-Print eða Post-Print) í varðveislusöfnum (Opin vísindi) en með mislöngum birtingatöfum

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir APC gjöld og birtingatafir helstu útgefanda

  Elsevier Emerald Sage Springer Taylor & Francis Wiley
Gullna leiðin (APC gjöld) 15 – 500 þús. 200 – 300 þús. 100 – 400 þús. 300 þús. 295 þús. 110 – 500 þús.
Pre-Print (Græna leiðin) Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf
Post-Print (Græna leiðin) 12 – 48 mánaða birtingatöf Engin birtingatöf Engin birtingatöf 12 mánaða

birtingatöf

12-18 mánaða

birtingatöf

12-24 mánaða birtingatöf

Nánari upplýsingar