Breskir háskólar og stefnur um opinn aðgang

Kings College, Cambridge

Háskólinn í Edinborg gaf út nýja stefnu varðandi rannsóknarafurðir og höfundarétt í september 2021 fyrir rannsakendur sína sem  tók gildi 1. janúar 2022: Research Publications & Copyright Policy.

Háskólinn í Cambridge setti sömuleiðis nýverið af stað tilraunaverkefni, Rights retention pilot, til eins árs sem felur að mestu leyti í sér sömu stefnu og hjá Háskólanum í Edinborg. Verkefnið hófst  1. april 2022 og stendur til 31. mars 2023 og verður þá endurskoðað. Haft var til viðmiðunar n.k. sniðmát frá Harvard University en þar hafa yfirlýsingar um varðveislu réttinda akademískra höfunda verið við lýði síðan 2008.

Háskólarnir fara m.a. fram á að höfundar láti eftirfarandi klausu fylgja handriti sínu: „For the purpose of open access, the author has applied a Creative Commons Attribution (CC BY) licence to any Author Accepted Manuscript version arising from this submission“.

Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna

Mennta- og menningarmálaráðuneytið vinnur að stefnu um opinn aðgang. Í desember 2019 skilaði verkefnishópur á vegum ráðuneytisins, sem starfar í samræmi við aðgerðaráætlun Vísinda- og tækniráðs um opin vísindi, fyrri skýrslu sinni um tillögur um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna.

Skýrslan var til umsagnar á sl. ári í samráðsgátt stjórnvalda og nú er búið að birta lokaniðurstöðuna í samráðsgáttinni. Ein umsögn barst, frá Háskóla Íslands.

Í niðurstöðum segir meðal annars:

Lesa áfram „Opinn aðgangur að niðurstöðum rannsókna“

Undirritun yfirlýsingar um opinn aðgang – OA2020

Þann 9. nóvember 2017 undirritaði Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn Expression of Interest in the Large-scale Implementation of Open Access to Scholarly Journals. Yfirlýsingin byggir á Berlínaryfirlýsingunni um opinn aðgang (2003), sem safnið undirritaði árið 2012, og tekur þannig undir að opinn aðgangur sé að rannsóknaniðurstöðum sem unnar eru fyrir opinbert fé, auk þess sem menningarstofnanir veiti aðgang að gögnum sínum á netinu. Stefna safnsins um opinn aðgang og opin vísindi er frá 2016.