Ný tillaga frá cOAlition S: „Towards Responsible Publishing“

Frá því að  áætlun Plan S var  kynnt fyrir fimm árum síðan, hefur cOAlition S „hækkað hitastigið“ og haft hvetjandi áhrif á útgáfutilraunir – á meðan hefðbundin útgáfa hefur átt erfitt með að halda í við stafræna umbreytingu rannsóknaumhverfisins.

Þeir styrkveitendur sem saman mynda COAlition S kanna nú nýja sýn varðandi fræðileg samskipti – sýn sem talin er gefa fyrirheit um skilvirkari, hagkvæmari og sanngjarnari framtíðarsýn og gangast gæti vísindasamfélaginu og samfélaginu í heild. Nánari umfjöllun hér.

Framtíðarsýnin byggir á samfélagsbundnu fræðilegu samskiptakerfi sem hentar opnum vísindum á 21. öldinnni; kerfi sem gerir fræðimönnum kleift að deila öllu varðandi rannsóknir sínar og taka þátt í að þróa nýjar aðferðir varðandi gæðaeftirlit og matsstaðla fyrir afrakstur rannsókna.

Hin nýja tillaga COAlition S kallast „Towards Responsible Publishing“ og er í samræmi við upphaflegt verkefni Plan S – að rannsóknir virki best ef að allar rannsóknarniðurstöður eru gerðar opinberar og aðgengilegar vísindasamfélaginu. Tillagan gengur út frá því að upphafleg áhersla á einungis þær rannsóknarniðurstöður sem fást samþykktar í vísindatímaritum, séu of kyrrstæð skyndimynd af rannsóknarferlinu.

Aðalatriði nýja tillögunnar eru eftirfarandi:

    1. Höfundar, ekki þriðji aðili, ákveða hvenær og hvað á að birta.
    2. Fræðilegur ferill (scholarly record) sem snýr að rannsókn inniheldur allar afurðir sem til urðu í rannsóknarlotunni en ekki eingöngu lokaútgáfuna sem samþykkt er til birtingar í tímariti.

COAlition S hefur gefið þeim sem vilja tækifæri til að koma með athugasemdir fram til apríl 2024, eftir það verður lokatillagan fullgerð.

Burt með birtingagjöldin

Styrkveitendur rannsókna sem eru aðilar að áætluninni Plan S hafa beðið  rannsóknageirann um endurhugsa núverandi módel varðandi opinn aðgang og birtingagjöld (e. APC – article processing charges) sem þeir segja að virki ekki.

Styrkveitendur krefjast tafarlauss opins aðgangs að rannsóknaafurðum sem þeir hafa stutt. Hópurinn tilkynnti þann 27. júní 2023 að stofnaður yrði vinnuhópur til að skoða önnur viðskiptamódel en ríkjandi APC gjöld.

APC eru gjöld fyrir hverja grein sem greidd eru til útgefenda fyrir opinn aðgang. Gjöldin eru venjulega greidd með fjármunum frá styrkveitendum eða rannsóknastofnun þannig að vísindamenn þurfa ekki beinlínis að hafa áhyggjur af kostnaðinum.

En það eru áhyggjur af vaxandi kostnaði meðal styrkveitenda, stofnana og þeirra sem móta stefnu um opinn aðgang. Í maí 2023 samþykkti Evrópuráðið þá afstöðu  að „aukinn kostnaður við … fræðilega útgáfu valdi ójöfnuði og sé að verða ósjálfbær“.

Nánar um þetta í greininni Alternatives to „dysfunctional“ open-access model sought.