Hin árlega ráðstefna Science Europe, Conference on Open Science. verður haldin dagana 18. og 19. október 2022.
Ráðstefnunni er ætlað að leiða saman leiðtoga innan stofnana, vísindamenn/rannsakendur á öllum stigum síns ferils og sérfræðinga á þessu sviði. Vert er að hvetja alla þá sem hafa áhuga á þessum málum að fylgjast með.
Skráning er ókeypis og verður ráðstefnunni streymt í beinni frá Brussel.
Efni ráðstefnunnar má setja fram í tveimur spurningum:
-
- Erum við tilbúin að innlima opin vísindi sem viðtekna venju í rannsóknum
- Hvernig tryggjum við að það verði sanngjörn umskipti?
Til að leita svara við spurningunum mun ráðstefnan veita yfirgripsmikið yfirlit yfir hagnýt og stefnumótandi frumkvæði á sviði opinna vísinda; fjallað verður um umbætur á mati á rannsóknum og fjármálaaðgerðir sem styðja við umskipti yfir í opin vísindi. Einnig verður horft fram á við til nýrra strauma og stefna.
Hér má finna dagskrá ráðstefnunnar.