NASA og opinn hugbúnaður

NASA gefur út mikið magn af opnum hugbúnaði, þar á meðal úrval af mismunandi hugbúnaði úr verkefnum sem snerta m.a.  stjörnufræði, jarðvísindi o.fl.

    • Opinn hugbúnaður skilaði Mars Ingenuity þyrlunni til reikistjörnunnar Mars árið 2021. Þyrlan, sem upphaflega átti að fara í 5 flug, er nú búin að fara í 40 flug og er enn að.
    • James Webb geimsjónaukinn byggði einnig a.m.k. að hluta til á opnum hugbúnaði. Prófanir á sjónaukanum, áður en hann fór endanlega í loftið, byggðu á NumPy safni Python sem er aðgengilegt almenningi.

Lesa áfram „NASA og opinn hugbúnaður“

USA: Árið 2023 er tileinkað opnum vísindum

The Year of Open Science

Þann 11. janúar sl. tilkynnti Hvíta húsið ásamt 10 bandarískum alríkisstofnunum  og bandalagi rúmlega 85 háskóla ásamt fleiri stofnunum – að árið 2023 yrði ár opinna vísinda.

Á árinu 2023 verður fagnað ávinningi og árangri opinna vísinda. Markmiðið er að hvetja fleiri vísindamenn til að tileinka sér opin vísindi. Árangur árs opinna vísinda mun byggja á samstarfi við einstaklinga, teymi og stofnanir sem eru tilbúin að umbreyta menningu vísinda og halda á lofti bæði þátttöku og gagnsæi.

Sett hafa verið fram fjögur markmið

  • Þróa  og móta stefnu fyrir opin vísindi
  • Bæta gagnsæi, heilindi og sanngirni í umsögnum (reviews)
  • Taka tillit til opinnar vísindastarfsemi í mati
  • Auka þátttöku hópa samfélagsins sem hafa átt undir högg að sækja varðandi framgang opinna vísinda

Lauslega þýtt og byggt á tilkynningu frá NASA:
Guide to a Year of Open Science.

Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi

Á vef UNESCO er að finna verkfærakistu sem hönnuð er til að styðja við framkvæmd tilmæla UNESCO um opin vísindi. Verkfærakistan samanstendur af leiðbeiningum, upplýsingum, gátlistum og bæklingum. Verkfærin eru lifandi skjöl sem reglulega eru uppfærð til að endurspegla þróun og stöðu innleiðingar tilmælanna.

Sum verkfæranna eru þróuð í samvinnu við UNESCO Open Science samstarfsaðila eða með viðræðum við og innleggi frá meðlimum UNESCO vinnuhópa um opin vísindi.

Lesa áfram „Verkfærakista UNESCO fyrir opin vísindi“