Hvað er demanta opinn aðgangur?

Mynd fengin héðan

UNESCO hefur gefið út lýsingu á slíkum aðgangi og röksemdafærslu fyrir honum: Diamond open access

Hvað er demanta opinn aðgangur?
Diamond Open Access (Diamond OA) er samfélagsdrifið, óhagnaðardrifið módel fræðilegrar útgáfu án fjárhagslegra hindrana fyrir höfunda og lesendur. Með slíkum aðgangi eru efnið aðgengilegt ókeypis á netinu og hvorki um að ræða áskriftargjöld fyrir lesendur né kostnað við vinnslu greina (e. APC – article processing charge) fyrir höfunda.

Helstu eiginleikar demantaaðgangs:
Demanta opinn aðgangur er oft fjármagnaður af akademískum stofnunum, fræðasamfélögum eða rannsóknarnetum. Lögð er áhersla á heiðarleika, gagnsæi og samvinnu framar hagnaði.

Demanta opinn aðgangur styður ólík tungumál og menningarleg sjónarmið, stuðlar að fjölbreytileika efnis og gerir kleift að deila þekkingu þvert á tungumála- og menningarmörk.

Demanta opinn aðgangur stuðlar að rannsóknum án mismununar með því að útrýma gjöldum. Það gerir vísindamönnum á efnaminni svæðum kleift að taka þátt og þannig styður aðgangurinn sjálfbær þróunarmarkmið (SDG) Sameinuðu þjóðanna.

Sjá nánar hér: https://www.unesco.org/en/diamond-open-access

Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi

Greinin Why Thousands of Studies May be in Copyright Limbo af vef Plagiarismtoday.com https://www.plagiarismtoday.com/ fjallar um mikilvægt efni varðandi skýringamyndir/teiknngar og höfundarétt/afnotaleyfi.

Sagt er frá birtingu rúmlega 9000 tímaritsgreina í opnum aðgangi sem innihéldu skýringamyndir sem mögulega eru birtar undir röngu afnotaleyfi. Myndir þessar voru búnar til með því að nota BioRender og virtust falla undir afnotaleyfið CC-BY eins og sjálfar greinarnar. Lesa áfram „Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi“

Írland vaktar fræðilegt efni í opnum aðgangi

Írar eru komnir vel á veg með að setja upp sk. Open Access Monitor (vaktara) í samvinnu við OpenAIRE þar sem þeir vakta allt sitt fræðilega efni og hlutfall þess í opnum aðgangi.

Þetta tól er afar öflugt og byggir á hugbúnaði frá OpenAire: OpenAire Graph. 

Valmöguleikarnir varðandi greiningu eru ótal margir og gagnvirkir og veita mýmörg tækifæri til að skoða og meta hver staðan er hjá Írum varðandi efni í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan, vefkynning frá 20. mars 2024, gefur greinargóða mynd af möguleikunum. Bein kynning á írska vaktaranum hefst á 13. mínútu.

Áhugasamir geta skoðað vaktarann hér:
https://oamonitor.ireland.openaire.eu