Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi

Greinin Why Thousands of Studies May be in Copyright Limbo af vef Plagiarismtoday.com https://www.plagiarismtoday.com/ fjallar um mikilvægt efni varðandi skýringamyndir/teiknngar og höfundarétt/afnotaleyfi.

Sagt er frá birtingu rúmlega 9000 tímaritsgreina í opnum aðgangi sem innihéldu skýringamyndir sem mögulega eru birtar undir röngu afnotaleyfi. Myndir þessar voru búnar til með því að nota BioRender og virtust falla undir afnotaleyfið CC-BY eins og sjálfar greinarnar. Lesa áfram „Skýringamyndir og höfundaréttur – afnotaleyfi“

Írland vaktar fræðilegt efni í opnum aðgangi

Írar eru komnir vel á veg með að setja upp sk. Open Access Monitor (vaktara) í samvinnu við OpenAIRE þar sem þeir vakta allt sitt fræðilega efni og hlutfall þess í opnum aðgangi.

Þetta tól er afar öflugt og byggir á hugbúnaði frá OpenAire: OpenAire Graph. 

Valmöguleikarnir varðandi greiningu eru ótal margir og gagnvirkir og veita mýmörg tækifæri til að skoða og meta hver staðan er hjá Írum varðandi efni í opnum aðgangi.

Myndbandið hér fyrir neðan, vefkynning frá 20. mars 2024, gefur greinargóða mynd af möguleikunum. Bein kynning á írska vaktaranum hefst á 13. mínútu.

Áhugasamir geta skoðað vaktarann hér:
https://oamonitor.ireland.openaire.eu

„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO

SciELO -Scientific electronic library online – er 25 ára.  Af því tilefni er komin út bókin We so loved open access. Að sjálfsögðu í opnum aðgangi.

SciELO var stofnað seint á tíunda áratugnum þegar hugmyndin um ókeypis aðgang að fræðilegu efni fór að taka á sig mynd, jafnvel áður en hugtakið „opinn aðgangur“ kom til sögunnar.

Á þeim tíma var aðgangur að fræðiritum takmarkaður og kostnaðarsamur, bundinn við háskólabókasöfn og þau rit/tímarit sem bókasöfnin voru áskrifendur að.

Lesa áfram „„We so loved open access“ – ný bók frá SciELO“