OAPEN Foundation hefur haldið upp á sinn fjórða afmælisdag. Af því tilefni var endurbætt verkfærasett kynnt til sögunnar, þ.e. Open Access Books Toolkit. en það er hluti af PALOMERA verkefninu sem ESB styrkir.
Verkfærasettinu/vefsíðunni er ætlað að efla og styðja við opinn aðgang (OA) að fræðilegum bókum. Vefsíðan samanstendur af stuttum greinum sem fjalla um efni sem tengjast OA-bókum. Hver um sig inniheldur lista yfir heimildir sem vísað er í varðandi nánari lestur og tengla í skilgreiningar á lykilhugtökum.
Verkfærakistan skiptist í tvo meginhluta.
-
-
- Annar hlutinn er fyrir fræðimenn sem eru jafnframt höfundar fræðibóka og sýnir hvað felst í útgáfu bóka í opnum aðgangi.
- Hinn hlutinn er ætlaður þeim sem annast stefnumótun og styður með ýmsum hætti við stefnumótun tengdri OA bókum.
- Allt í allt ættu greinarnar einnig að vera áhugaverðar fyrir breiðari hóp hagsmunaaðila sem hafa áhuga á útgáfu og stefnu OA bóka, eins og til dæmis bókasöfn og útgefendur.