Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024

 

 

 

Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024 var haldin dagana 21.-27. október. Þema vikunnar var hið sama og árið 2023:   „Samfélag fram yfir markaðsvæðingu“  (e. Community over Commercialization).

Dagskrá var öllum opin. Rannsakendur og doktorsnemar voru sérstaklega hvattir til að nýta sér kynningarnar. Hér fyrir neðan má sjá glærur og upptökur frá kynningum vikunnar: Lesa áfram „Alþjóðleg vika opins aðgangs 2024“

CC afnotaleyfi – bæklingur á íslensku

Kominn er út bæklingurinn Leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni.  Hann á vonandi eftir að nýtast vel og auka skilning og vitneskju um þýðingu slíkra afnotaleyfa.

Til hliðsjónar var bæklingurinn Creative Commons for Scholarly Publications and Educational Resources eftir Pascal Braak, Hans de Jonge, Giulia Trentacosti, Irene Verhagen og Saskia Woutersen-Windhouwer (2020). Þýðingu, styttingu og aðlögun önnuðust Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Bæklingurinn sjálfur er undir Creative Commons Attribution-4.0 leyfi: https://creativecommons.org/licenses/by/4.0 nema annað sé tekið fram.

Um tengsl opins aðgangs og CC birtingaleyfa í ljósi höfundaréttar

Ein af þeim vefkynningum (e. webinars) sem fram fóru í viku opins aðgangs í október 2023 var „Open Access and Creative Commons licences in the light of Copyright„. Þar fjallaði Rasmus Rindom Riise frá Háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn, um tengsl opins aðgangs, CC birtingaleyfa og höfundaréttar.
Þetta er án efa eitt þeirra atriða sem vefjast fyrir rannsakendum en jafnframt mjög mikilvægt að skilja þessi tengsl.

Bæði glærur og upptaka er í boði frá þessari kynningu og ástæða til að hvetja rannsakendur til að kynna sér málið.