Verðlagning fræðilegrar útgáfu: Nýr rammi

Fræðileg þekking ætti ekki að stjórnast af misræmi í efnahag þjóða. Eftir sem áður er það staðreynd að margir vísindamenn í dag, sér í lagi í þróunarlöndum, standa frammi fyrir verulegum hindunum þegar um er að ræða þátttöku í fræðilegum samskiptum.

Hefðbundin útgáfulíkön taka engan veginn fullt tillit til þessa misræmis. Þegar vísindamenn hafa ekki efni á að birta eigin rannsóknir eða nálgast rannsóknir annarra verður vísindasamfélagið allt af dýrmætum sjónarmiðum og framlagi.

Til að takast á við þessa áskorun hefur Information Power, fyrir hönd cOAlition S, þróað nýjan og sanngjarnari ramma verðlagningar til að efla jafnrétti á heimsvísu varðandi  fræðilegri útgáfu.

Lesa nánar: Maximizing participation in scholarly communication through equitable pricing eftir Alicia Wise.

Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?

Barnalæknir spyr í tímaritinu Nature 2. september 2024:
How can I publish open access when I can’t afford the fees?

Mynd: By Damián Navas is licensed under CC BY-NC-ND 2.0

„Ég er barnalæknir í Suður-Afríku. Á síðasta ári var okkur samstarfsfólki mínu boðið að senda inn ritstjórnargrein í tímarit í læknisfræði. Okkur fannst að greinin, sem fjallaði um störf lækna við þröngar aðstæður, ætti að birta í opnum aðgangi þar sem hún veitir upplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn og vísindamenn í Afríku sunnan Sahara þurfa að vita. Vandamálið er að birtingagjaldið fyrir að birta í opnum aðgangi í því tímariti er 1.000 Bandaríkjadalir, sem er meira en flestir læknar fá í laun á mánuði, til dæmis í Úganda. Nú erum við ekki viss um hvort við getum haldið áfram með greinina. Eru einhver úrræði eða fjármunir í boði fyrir höfunda í lágtekjulöndum til að standa straum af OA-birtingagjöldum?“

Þetta er auðvitað í hnotskurn vandamál sem margir vísindamenn standa frammi fyrir, bæði í lágtekjulöndum og víðar. Í greininni kemur fram að skv. rannsókn sem birt var 2023 er meðalkostnaður við að birta grein í opnum aðgangi um 1400 dollarar.

Nature hafði samband við þrjá rannsakendur sem veittu ráð í þessum efnum:
Lesa áfram „Hvernig er hægt að birta í opnum aðgangi þegar birtingagjöld eru of há?“

Bresk hugveita hvetur til umbóta í fræðlegri útgáfu

Mynd: Adobe Firefly (AI)

Breska hugveitan UK Day One hvetur til umbóta í fræðilegri útgáfu svo að spara megi allt að 30 milljónir punda árlega. Þetta kemur fram í skýrslunni Reform Academic Publishing to Unblock Innovation, sem skrifuð er af   Sanjush Dalmia and Jonny Coates sem báðir tilheyra UK Day One.

Think tank urges academic publishing reform to ‘save £30m’

Skýrslan leggur til að rannsóknir og nýsköpun í Bretlandi hætti að styðja sk. open-access block-styrki  til háskóla, með þeim rökum að þeir kosti 40 milljónir punda á hverju ári og séu notaðir til að greiða birtingagjöld rannsóknagreina til fræðilegra útgefenda.

Skýrslan mælir einnig með að sett verði á laggirnar sk. Plan U   sem myndi fela í sér að allar rannsóknir sem fjármagnaðar eru af skattgreiðendum verði birtar sem forprent (e. preprint) áður en þær eru sendar til fræðilegra tímarita.

Lesa nánar