OA Books Toolkit: Endurbætt síða

OAPEN Foundation hefur haldið upp á sinn fjórða afmælisdag. Af því tilefni var endurbætt verkfærasett kynnt til sögunnar, þ.e. Open Access Books Toolkit. en það er hluti af PALOMERA verkefninu sem ESB styrkir.

Verkfærasettinu/vefsíðunni er ætlað að efla og styðja við opinn aðgang (OA) að fræðilegum bókum. Vefsíðan samanstendur af stuttum greinum sem fjalla um  efni sem tengjast OA-bókum. Hver um sig inniheldur lista yfir heimildir sem vísað er í varðandi nánari lestur og tengla í skilgreiningar á lykilhugtökum.

Verkfærakistan skiptist í tvo meginhluta. 

      •  Annar hlutinn er fyrir fræðimenn sem  eru jafnframt höfundar fræðibóka og sýnir hvað felst í útgáfu bóka í opnum aðgangi.
      • Hinn hlutinn er ætlaður þeim sem annast stefnumótun og styður með ýmsum hætti við stefnumótun tengdri OA bókum.
      • Allt í allt ættu greinarnar einnig að vera áhugaverðar fyrir breiðari hóp hagsmunaaðila sem hafa áhuga á útgáfu og stefnu OA bóka, eins og til dæmis bókasöfn og útgefendur.

Higher Education for Good – Æðri menntun til góðs

Það er full ástæða til að vekja athygli á bókinni Higher Education for Good: Teaching and Learning Futures sem hægt er að nálgast í opnum aðgangi hjá OpenBook Publishers.

Bókin er afrakstur vinnu fræðimanna og fagfólks frá 17 löndum og úr mörgum fræðigreinum. Ritstjórar voru Laura Czerniewicz og Catherine Cronin.

Er einhver von um að hægt sé að byggja upp betri framtíð fyrir æðri menntun eftir margra ára óróleika og kreppuástand?  Bókin býður upp á margvísleg svör við þessum spurningum.

Háskólar, nemendur og fræðimenn eru hvattir til að kynna sér bókina.

Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi

Kennslubækur í opnum aðgangi – British Columbia, Kanada

Eitt af því sem blómstrað hefur undanfarin ár, er útgáfa kennslubóka í opnum aðgangi í ýmsum löndum. Það hefur sparað nemendum ómældar fjárhæðir og veitt háskólum möguleika á sveigjanlegu efni sem má aðlaga, þar sem vel skilgreind notkunarleyfi auðvelda málin.

Lesa áfram „Kanada: Kennslubækur og námsgögn í opnum aðgangi“