Opin vísindi – Reynslusaga doktorsnema

Mynd: Robert Neubecker

Albert W. Li, doktorsnemi við University of California, Irvine, deilir reynslu sinni varðandi opin vísindi (Open Science – OS) í greininni How I learned to embrace open science úr tímaritinu Science.

Þar lýsir hann því hve viðbrigðin voru mikil þegar hann kom til Bandaríkjanna í framhaldsnám, eftir að hafa lokið grunnnámi í Kína, varðandi viðhorf til opinna vísinda og vinnubragða. Lesa áfram „Opin vísindi – Reynslusaga doktorsnema“

Þýskaland og opinn aðgangur (OA)

Mynd: The States of Germany. Ljósmyndari: James Martin

Þýskaland hefur ekki samræmda stefnu um opinn aðgang á landsvísu, en OA menning er þar samt sem áður vel á veg komin. Mikið er um frumkvæði stofnana og samtaka sem sem styðja OA og þróun öflugra áætlana í þessum efnum.

Landið er leiðandi í alþjóðlegu samstarfi og samvinnu á milli stofnana. Nálgunin er í þá átt að nota tilmæli í stað tilskipana varðandi OA. Lesa áfram „Þýskaland og opinn aðgangur (OA)“

CC afnotaleyfi – bæklingur á íslensku

Kominn er út bæklingurinn Leiðbeiningar um afnotaleyfi frá Creative commons fyrir fræðilega útgáfu og fræðsluefni.  Hann á vonandi eftir að nýtast vel og auka skilning og vitneskju um þýðingu slíkra afnotaleyfa.

Til hliðsjónar var bæklingurinn Creative Commons for Scholarly Publications and Educational Resources eftir Pascal Braak, Hans de Jonge, Giulia Trentacosti, Irene Verhagen og Saskia Woutersen-Windhouwer (2020). Þýðingu, styttingu og aðlögun önnuðust Margrét Gunnarsdóttir og Guðrún Tryggvadóttir, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Bæklingurinn sjálfur er undir Creative Commons Attribution-4.0 leyfi: https://creativecommons.org/licenses/by/4.0 nema annað sé tekið fram.