Ríkisstofnanir og birting gagna – lærdómur frá COVID-19

Það hefði verið illmögulegt að vita hvernig bregðast skyldi við COVID-19 faraldrinum án gagna. Þau skiptu sköpum til að skilja hvernig faraldurinn dreifðist og hvaða aðgerðir skiluðu árangri. Samt birtu stofnanir ýmissa landa gögn sín ekki ætíð á sem æskilegastan máta. Það gerði viðbrögð erfiðari en ella. Það er því mikilvægt að læra af því hvað gekk vel og hvað ekki fyrir framtíðina.

Í greininni Best practices for government agencies to publish data: lessons from COVID-19 úr tímaritinu The Lancet Public Health eru lagðar til sjö bestu starfsvenjur um hvernig birta má gögn á sem bestan máta:

        • Safna gögnum sem skipta máli
        • Gera gögn sambærileg
        • Skjala gögnin vandlega
        • Deila þeim oft og tímanlega
        • Birta gögnin á vísum stað
        • Velja endurnýtanlegt snið á gögnin
        • Veita öðrum leyfi til að endurnýta þau.

Sjá greinina hér.

Opið kennsluefni – nám á viðráðanlegu verði

Talið er að Iowa State University í Bandaríkjunum hafi sparað nemendum sínum u.þ.b. 2,5 milljónir bandaríkjadala síðan 2018, skv. Abbey Elder, upplýsingafræðingi við skólann.

Yfir 40 kennarar við skólann nota nú opið kennsluefni (e. OER – Open Educational Resources) í námskeiðum sínum og þeim fjölgar stöðugt. Abbey Elder hvetur kennara til að nota opið kennsluefni  með sömu sjónarmið í huga og varðandi annað kennsluefni: Meta innihald gæði og  sjónarmiðum og annað fræðsluefni. Með öðrum orðum, meta  innihald, gæði og hversu nýlegt efnið er.

Áhrif Plan S á fræðileg samskipti

Hver eru áhrif Plan S á alþjóðlegt vistkerfi fræðilegra samskipta?

Eftir 5 mánaða rannsókn eru ráðgjafar frá scidecode science consulting (já… með litlum staf…) tilbúnir að kynna fyrstu niðurstöður. Það er vissulega fróðlegt fyrir alla hagsmunaaðila að skoða þær niðurstöður; þ.m.t. talsmenn opins aðgangs, upplýsingafræðinga, styrkveitendur, rannsakendur og útgefendur.

Hér fyrir neðan fylgir upptaka af veffundi sem haldinn var 9. apríl 2024 á vegum OASPA (Open Access Scholarly Publishing)

Nánar um dagskrá:

Lesa áfram „Áhrif Plan S á fræðileg samskipti“