Það hefði verið illmögulegt að vita hvernig bregðast skyldi við COVID-19 faraldrinum án gagna. Þau skiptu sköpum til að skilja hvernig faraldurinn dreifðist og hvaða aðgerðir skiluðu árangri. Samt birtu stofnanir ýmissa landa gögn sín ekki ætíð á sem æskilegastan máta. Það gerði viðbrögð erfiðari en ella. Það er því mikilvægt að læra af því hvað gekk vel og hvað ekki fyrir framtíðina.
Í greininni Best practices for government agencies to publish data: lessons from COVID-19 úr tímaritinu The Lancet Public Health eru lagðar til sjö bestu starfsvenjur um hvernig birta má gögn á sem bestan máta:
-
-
-
- Safna gögnum sem skipta máli
- Gera gögn sambærileg
- Skjala gögnin vandlega
- Deila þeim oft og tímanlega
- Birta gögnin á vísum stað
- Velja endurnýtanlegt snið á gögnin
- Veita öðrum leyfi til að endurnýta þau.
-
-